laugardagur, apríl 19, 2003

Enn...

Jæja, einn dagur í frí frá Blogginu, það þýðir víst ekkert annað. Það hefur margt á dagana drifið skal ég segja ykkur. Mér hefur tekist að verða fullur, eldað kjúkling, borðað pítsu, spilað fótbolta og farið í náttúruferð. Það er svei mér hvað er mikið um að vera hjá manni þessa dagana. En víkjum okkur að allt öðru. Ég vissi að að biðin myndi borga sig, enda er allt að gerst hjá mér núna. Fólk hefur bara komið og hrósað mér fyrir útvarpsþáttinn sem ég var með á dögunum. Ég er virkilega að spá í að stofna heimasíðu um þáttinn, svo að aðgengið fyrir aðdáðendahóp minn verði auðveldari.

Ætti maður að fara á fyllerí í kvöld ? ég nú einu sinni þunnur... Spái í því seinna, en allt þetta og meira til eftir mat hjá Erlendi Steinþórssyni og fjölskyldu.

...og aftur

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Skír...

Mikið eru páskarnir leiðinlegir. Þetta eru tilgangslausir frídagar, nema ef þú ert að fara að fermast, eða ert boðinn í einhverja fermingaveislu. Ég er löngu búinn að fermast og er ekki boðin í neina veislu, þannig að páskarnir eru gjörsamlega tilgangslausir fyrir mann eins og mig. Páskar sucks ! Burtséð frá því að frelsari vor reis upp frá dauðum og allt svoleiðis. Hann gleymdi bara að gera eitthvað partý úr þessu öllu saman, gera páskana skemmtilega. Páskaeggið eitt og sér dekkar það ekki. Nóg um það, mér leiðist og það er ekkert við því að gera, allir eru farnir heim eða eru að gera eitthvað annað en að stytta mér stundir. Mikið getur heimurinn verið grimmir.

...dagur

miðvikudagur, apríl 16, 2003

Ég er sár...

Ég bara skil þetta ekki, það er enginn búinn að hafa samband við mig, enginn fyrirspurn um eiginhandaráritun né að vera með uppistand á uppákomu sem Austur Hérað heldur. Kannski að Seyðisfjarðakaupstaður hafi áhuga ?

...og felli tár
Útvarp samfés...

Ég held nú bara að ég sé orðinn frægur. Leið mín upp að stjörnuhimninum er greið, fræga og fína fólkið bíður mín, meira að segja með ákafa. Ég er bara kominn á sama plan og Óli Palli, allir vita hver ég er osfv. Að vísu er aðal aðdáðendahópurinn allur á félagsmiðstöðva aldri, en það er nú samt eitthvað. Svona er að vera kominn með ítök í fjölmiðlaheiminn, áður en maður veit af þá er maður farinn að árita boli í kleinunni og koma fram á almennum uppákomun sem Austur Hérað stendur fyrir. Þetta er ekki auðvelt líf en maður þraukar í gegnum það, fyrst að maður sé orðinn fyrirmynd í samfélaginu. Þannig að gefnu tilefni þá vil ég benda fólki á að senda tölvupóst á landmandinn@hotmail.com ef það vill fá eiginhandaráritun. Eftir að formleg beiðni berst þá skal ég sjá til hvað ég get gert. Auðvitað reyni ég að halda sambandi við alla mína aðdáðendur, þó það sé erfitt. Bið að heilsa og munið Ekki reykja, því það er ógeðslegt !

...á Rás 2

þriðjudagur, apríl 15, 2003

mjúkur...

Var enda við að raka mig og mér líður frábærlega. Ég setti upp bindið í tilefni dagsins og er að plana að fara í myndatöku fyrir vegabéfið mitt, enda er sól úti. Morgunbænirnar bíða mín kl 16:30 og ég er til ! Munið útvarp samfés í kvöld kl 20:00 - Sigmar bóndi verður með stórgóðan þátt.

...sem barnsrass
Endurnærður...

Mikið lifandi getur maður orðiði þreyttur eftir helgarnar, ég var alveg búinn á því í gær mánudag 14 apríl 2003. Svona er það þegar maður þarf á fyllerí og vinna um helgar, þetta er náttúrulega ekki hvítum manni bjóðandi. En í gær eyddi ég deginum líka í að vinna, laufskáli kl 09:30, auðlind kl 12:00-13:00 og svo flugfélagið frá 13:15 - 15:15. Ekki nóg með það heldur þurfti ég að klára að gera eitt stykki samfés þátt, og ég gerði það. Mikið lifandi varð ég feginn Þegar það var búið. Þannig að ég hvet alla landsmenn til að hlusta á Sigmar Bónda í útvarp samfés í kvöld kl 20:00. Bið að heilsa í bili og partý.

Hvað á maður eiginlega að gera um páskana ?

...og hrærður

sunnudagur, apríl 13, 2003

Búinn...

Nú er dagur að kveldi kominn og vinnan búin. Mikið lifandi er ég feginn, þetta er að vísu ekki búinn að vera erfiður dagur, en langur og strangur var hann. Eftir rúma fjögura tím svefn var haldið í vinnu, við mikinn fögnuð. Ég hefði frekar kosið að flatmaga heima í sófanum og vorkenna sjálfum mér. En þar sem Bóndinn er mikill dugnaðarforkur, var drifið sig upp um ellefuleytið og haldið í Faxatröð 10b og nælt sér í far með Garðari Val og skundað niðrá flugvöll.

Gærdagurinn var samt magnaður, enda var um kumpánakvöld að ræða, helgistund nokkura góðra félaga. Það var eldaður "gourmet" matur og "gourmet" vín drukkið, það má nú ekki minna vera fyrir svona prinsa hóp. Eftir strembna máltið og stífa drykkju var haldið niðrá Orm og slett úr klaufunum. Margur góður maðurinn var á staðnum, sennilega vegna þess að það hefur frést út að kumpánahópurinn knái hafi ætlað að leggja leið sína þangað... það er að minnsta kosti mín kenning. Nóg um og meira á morgunn, ég er farinn heim í þynnku !

...í dag