föstudagur, maí 02, 2003

Ég er engin helvítis Vanilla !

Fyrir þá sem hafa tekið eftir þá hefur verið í þónokkurn tíma mynd af vanillu á bloggsíðunni minni síðustu daga með titlinum "ég er vanilla" Þetta var eitthvað persónuleikapróf sem ég tók á netinu sem úrskurðaði mig Vanillu. Mér hefur snúist hugur og lýst því yfir að ég sé enginn helvítis Vanilla. Þetta var heimskulegt próf og sennilegra ennþá heimskulegra af mér að setja niðurstöðunnar á netið, það var gert í einhverju hugsunarleysi, ég féll í einhverskonar ástand sem fékk mig til að finnast að þetta væri eitthvað flott. En það er það ekki, enda hefur þetta plagað mig lengi vel og tók ég því þá þessa afdrifaríku ákvörðun að reyna bjarga andliti með því að fjarlægja þennan sora sem var viðloðandi síðuna. Ég lofa lesendum að ég muni vera mun betur vakandi fyrir rugli sem þessu í framtíðinni og einungis láta út gæða efni, beint frá sjálfum mér. Takk fyrir

Vanilla Fucking Sucks !

mánudagur, apríl 28, 2003

Búinn að...

Góðan daginn gott fólk, Sigmar heiti ég Bóndi, Útvarps og Sjónvarpsstjarna. Ó já, nú er maður farinn að tröllríða alla helstu miðla landssins, bæði á Ríksútvarpina sem og á Stöð 2, það er alveg sama hvað það heitir, því ég er þar. Fyrir þá sem ekki vita (og eru þarafleiðandi ekki "in" í dag) þá var ég í þætti Jóni Ársæls, sjálfstætt fólk á sunnudaginn var (þátturinn verður ábyggilega endursýndur einhverntímann seinna, fyrir þá sem misstu af honum). Það getur varla talið frásögum færandi að maður sé nú í sjónvarpinu, ég meina... ég er með annan fótinn inní þessu öllu saman, en það getur verið gott að láta vita af því, fyrir þá sem eru að fylgjast með manni, þó sérstaklega aðdáðendahópnum mínum, sem ég veit fyrir víst að taka öllum slíkum skrifum fagnandi. Ég er hræddur um að ég verði að fara að neita Austur héraði um að koma fram á opinberum skemmtunum og uppákomun á þeirra vegum, ég meina ég get ekki farið núna að taka skref niðrávið, ég held það nú ekki. Ég er þónokkuð viss um að Akureyrarbær hafi samband á næstunni... eru ekki einhverjar uppákomur þar á bæ á næsta leyti ? það hlýtur nú bara að vera.

...slá í gegn !

sunnudagur, apríl 27, 2003

Vesen...

Svo virðist sem að önnur hver dagbókarfærsla sé skrifuð í þynnku, sem þýðir bara væntanlega að ég sé alltaf fullur. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað gott, en það hlýtur nú að vera afrek fyrir sig. Allavega þá er þetta ekki búinn að vera fínn þynnkudagur, það er búið að vera vesen. Ég þoli ekki vesen á þynnkudögum, þynnkuna skal halda heilaga, eins og stendur í bók Jakobs. Alltaf vesen og þetta var einu sinni ekkert spes fyllerí, að vísu var komið víða við en það er bara ekki nóg. Þannig að fylleríið endaði eins og venjulega, drakk mikið, varð fullur og fór heim. Ekkert spes, bara vesen daginn eftir. Takk fyrir mig og ég vona að ég verði ekki þunnur á morgun líka.

Þetta blogg var í boði Flugfélags Íslands.

...alltaf vesen.