miðvikudagur, október 10, 2007
Aðalmaðurinn er kominn á Internetið
Í tilefni af því að stóri bróðir sé kominn með heimasíðu, þá langar mig endilega að benda lesendum á hana og hvetja þá til að líta inn og skoða herlegheitin.
Á síðunni er meðal annars að finna myndir af skipum og togurum en það er eitt helsta áhugmál bróður míns, en hann er svokallað skipanörd. Einnig er að finna fjölskyldu myndir og ég býst við því að félaginn setji inn drykkjumyndir síðar meir. Einnig er þar að finna myndir af Sunnuhlíðar flotanum en sú útgerð er í miklum blóma, svo miklum að búast má við kvóta árið 2011.
Nú er bara málið að skoða og forvitnast um líf Brynjars Arnarssonar, skipanörds, áhuga trillukarls, sjómanns og föðurs.
Hér er síðan: www.123.is/binni
Hér sjást bræðurnir Sigmar og Brynjar á góðri stundu á Laxa II sem er minni báturinn í Sunnuhlíðarflotanum.
Í tilefni af því að stóri bróðir sé kominn með heimasíðu, þá langar mig endilega að benda lesendum á hana og hvetja þá til að líta inn og skoða herlegheitin.
Á síðunni er meðal annars að finna myndir af skipum og togurum en það er eitt helsta áhugmál bróður míns, en hann er svokallað skipanörd. Einnig er að finna fjölskyldu myndir og ég býst við því að félaginn setji inn drykkjumyndir síðar meir. Einnig er þar að finna myndir af Sunnuhlíðar flotanum en sú útgerð er í miklum blóma, svo miklum að búast má við kvóta árið 2011.
Nú er bara málið að skoða og forvitnast um líf Brynjars Arnarssonar, skipanörds, áhuga trillukarls, sjómanns og föðurs.
Hér er síðan: www.123.is/binni
Hér sjást bræðurnir Sigmar og Brynjar á góðri stundu á Laxa II sem er minni báturinn í Sunnuhlíðarflotanum.
mánudagur, september 03, 2007
Skólinn er víst að byrja aftur
Það er alveg merkilegt hvað maður er latur að byrja aftur í skólanum... Kannski er þetta samt bara þynnkan sem situr í mér ennþá frá því um helgina.
Annars er allt gott að frétta, við skötuhjúin erum flutt í nýtt húsnæði ásamt tveim systrum Evu auk eins ungabarns (og þá á ég ekki við um sjálfan mig).
Svo er það veiðin, hún gengur alveg sæmilega, bæði á stöng og svo byssu. Gaman af því
Það er alveg merkilegt hvað maður er latur að byrja aftur í skólanum... Kannski er þetta samt bara þynnkan sem situr í mér ennþá frá því um helgina.
Annars er allt gott að frétta, við skötuhjúin erum flutt í nýtt húsnæði ásamt tveim systrum Evu auk eins ungabarns (og þá á ég ekki við um sjálfan mig).
Svo er það veiðin, hún gengur alveg sæmilega, bæði á stöng og svo byssu. Gaman af því
sunnudagur, maí 06, 2007
laugardagur, maí 05, 2007
föstudagur, apríl 20, 2007
Gleðilegt sumar
Við Eva klikkuðum ekki á því að halda upp á sumardaginn fyrsta með því að þræða milli húsa í leit af kaffisopa.
Við enduðum í pönnsukaffi heima hjá ömmu, ásamt Binna og fjölskyldu. Ég verð bara segja að ömmu pönnsurnar eru alveg rosalega góðar, svo lengi sem maður nær að halda hemil á þeirri gömlu með sykurkarið.
En allavegana, til hamingju með sumarið, það var kominn tími á það, jafnvel þó svo að hitinn nái ekki tveggja stafa tölu í plús og það skuli snjóa úti í augnablikinu.
Það er ekki annað að sjá að þessar tvær ungu dömur séu komnar í sumarskap. Það er ekki seinna vænna þar sem sumardagurinn fyrsti var í gær.
Við Eva klikkuðum ekki á því að halda upp á sumardaginn fyrsta með því að þræða milli húsa í leit af kaffisopa.
Við enduðum í pönnsukaffi heima hjá ömmu, ásamt Binna og fjölskyldu. Ég verð bara segja að ömmu pönnsurnar eru alveg rosalega góðar, svo lengi sem maður nær að halda hemil á þeirri gömlu með sykurkarið.
En allavegana, til hamingju með sumarið, það var kominn tími á það, jafnvel þó svo að hitinn nái ekki tveggja stafa tölu í plús og það skuli snjóa úti í augnablikinu.
Það er ekki annað að sjá að þessar tvær ungu dömur séu komnar í sumarskap. Það er ekki seinna vænna þar sem sumardagurinn fyrsti var í gær.
mánudagur, apríl 02, 2007
Apríl byrjar vel
Mig langar að biðja lesendur að athuga sérstaklega vel dagsetninguna á færlsunni sem var skráð hérna á undan þessari, sérstaklega ef fólk vill ekki hlaupa þann fyrsta apríl.
Annars var frekar leiðinlegt að geta ekki séð viðbrögð fólks í gegnum athugasemdadálk. Siggi Sindri óskaði mér sérstaklega til hamingju með gabbið og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það.
En til að forðast allan misskilning, þá er Eva vel frísk (ekki ófrísk). Hún er meira að segja það frísk að ég er byrjaður að hafa áhyggjur af litlu "körlunum" mínum.
Eva er að vanda frísk, eins og sést hér á þessari mynd. Eva er svo frísk að hún er í engum vandræðum með að torga einni langloku frá Mati og mörk með gulum miða.
Mig langar að biðja lesendur að athuga sérstaklega vel dagsetninguna á færlsunni sem var skráð hérna á undan þessari, sérstaklega ef fólk vill ekki hlaupa þann fyrsta apríl.
Annars var frekar leiðinlegt að geta ekki séð viðbrögð fólks í gegnum athugasemdadálk. Siggi Sindri óskaði mér sérstaklega til hamingju með gabbið og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það.
En til að forðast allan misskilning, þá er Eva vel frísk (ekki ófrísk). Hún er meira að segja það frísk að ég er byrjaður að hafa áhyggjur af litlu "körlunum" mínum.
Eva er að vanda frísk, eins og sést hér á þessari mynd. Eva er svo frísk að hún er í engum vandræðum með að torga einni langloku frá Mati og mörk með gulum miða.
sunnudagur, apríl 01, 2007
Fjölgun í fjölskyldunni
Þá er víst komið að því...
Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir sem ég færi þeim sem lesa þessa síðu en það er víst komið í ljós að við eigum von á litlu kríli á næstunni :-)
Aðdragandinn að þessu hefur verið nokkuð langur en þetta er orðið ljóst hjá okkur núna. Auðvitað getur maður ekki sagt annað nema að maður sé svolítið montinn, enda hefur manni farið að lengja í eitt kríli í þónokkurn tíma :-)
En allavegana, þá er þetta komið í ljós og við tvö erum alveg rígmontin ! Það er bara svo erfitt að koma orðum að þessu að það er alveg ólýsanlegt !!!
Elskan tekur sig vel út með litlu frænku sína, nú er bara að bíða eftir sínu eintaki
Þá er víst komið að því...
Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir sem ég færi þeim sem lesa þessa síðu en það er víst komið í ljós að við eigum von á litlu kríli á næstunni :-)
Aðdragandinn að þessu hefur verið nokkuð langur en þetta er orðið ljóst hjá okkur núna. Auðvitað getur maður ekki sagt annað nema að maður sé svolítið montinn, enda hefur manni farið að lengja í eitt kríli í þónokkurn tíma :-)
En allavegana, þá er þetta komið í ljós og við tvö erum alveg rígmontin ! Það er bara svo erfitt að koma orðum að þessu að það er alveg ólýsanlegt !!!
Elskan tekur sig vel út með litlu frænku sína, nú er bara að bíða eftir sínu eintaki
sunnudagur, mars 25, 2007
Skoðun
Það er mikilvægt hvað margir eru farnir að hafa skoðun á alls konar hlutum sem eru í frétttum í dag. Með tilkomu MoggaBloggsins þá virðist allir sem hafa einhvern aðgang að interneti hafa einhverja skoðun á þjóðfélagsmálunum sem eru í gangi hverju sinni.
Það er að vísu allt gott og blessað allt saman en öllu má nú ofgera.
Þegar fólk er farið að hafa sterka skoðun á hvort það sé einungis einn sundlaugavörður í sundlauginni á Ísafirði, fólk sem býr ekki einu sinni á staðnum, þá finnst mér þetta orðið of mikið.
Ef ekki er hægt að blogga án þess að vitna í einhverjar fréttir þá á viðkomandi ekkert að vera að blogga ef hann hefur nú ekkert merkilegra til málanna að leggja en fjölda sundlaugavarða á Ísafirði.
Mér þótti í fyrstu svolítið gaman að fylgjast með skoðun fólks á þeim fréttum sem birtust á mbl.is, en núna þá er ég steinhættur því.
Allar þessar skoðanir eru ekkert nema tuð og væl. Það er allt að, ekkert er nógu gott og allt er ömurlegt. Mér þykir ekki gaman að hlusta á tuð og væl, hvað þá að lesa slíkt.
Ég er að vísu kannski að taka full stórt upp í mig, þar sem þessi pistill er í nokkrum vælandi tón, eins og sumar færslur sem ég skrifa. En öllu má nú ofgera.
Allir mega hafa skoðun á "hlutunum" og allir mega tala um þá og skrifa, það er hluti af því að búa í lýðræðisríki sem eru í raun forréttindi. En í guðanna bænum minnkið aðeins þetta moggabloggsvæl. Heimurinn er ekkert svo slæmur eftir allt saman, ég trúi því að stjórnmálafólk allstaðar í landinu sé virkilega að reyna að gera allt sitt besta til þess að gera landið okkar enn betra og betra.
Al Omar Alhafa hefur skoðun á mörgum málum en lætur ekki vandamál Ísfirðinga á sig fá. Al Omar hefur stærri mál á sinni könnu til þess að hugsa um.
Það er mikilvægt hvað margir eru farnir að hafa skoðun á alls konar hlutum sem eru í frétttum í dag. Með tilkomu MoggaBloggsins þá virðist allir sem hafa einhvern aðgang að interneti hafa einhverja skoðun á þjóðfélagsmálunum sem eru í gangi hverju sinni.
Það er að vísu allt gott og blessað allt saman en öllu má nú ofgera.
Þegar fólk er farið að hafa sterka skoðun á hvort það sé einungis einn sundlaugavörður í sundlauginni á Ísafirði, fólk sem býr ekki einu sinni á staðnum, þá finnst mér þetta orðið of mikið.
Ef ekki er hægt að blogga án þess að vitna í einhverjar fréttir þá á viðkomandi ekkert að vera að blogga ef hann hefur nú ekkert merkilegra til málanna að leggja en fjölda sundlaugavarða á Ísafirði.
Mér þótti í fyrstu svolítið gaman að fylgjast með skoðun fólks á þeim fréttum sem birtust á mbl.is, en núna þá er ég steinhættur því.
Allar þessar skoðanir eru ekkert nema tuð og væl. Það er allt að, ekkert er nógu gott og allt er ömurlegt. Mér þykir ekki gaman að hlusta á tuð og væl, hvað þá að lesa slíkt.
Ég er að vísu kannski að taka full stórt upp í mig, þar sem þessi pistill er í nokkrum vælandi tón, eins og sumar færslur sem ég skrifa. En öllu má nú ofgera.
Allir mega hafa skoðun á "hlutunum" og allir mega tala um þá og skrifa, það er hluti af því að búa í lýðræðisríki sem eru í raun forréttindi. En í guðanna bænum minnkið aðeins þetta moggabloggsvæl. Heimurinn er ekkert svo slæmur eftir allt saman, ég trúi því að stjórnmálafólk allstaðar í landinu sé virkilega að reyna að gera allt sitt besta til þess að gera landið okkar enn betra og betra.
Al Omar Alhafa hefur skoðun á mörgum málum en lætur ekki vandamál Ísfirðinga á sig fá. Al Omar hefur stærri mál á sinni könnu til þess að hugsa um.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Til hamingju Eva !
Þann sjötta mars tvöþúsund og sjö varð Eva Lækur frænka í fyrsta skiptið á þessu ári en hún varð einnig frænka á síðasta degi tvöþúsund og sex. Núna var það hún Lajla Lækur sem var að unga út en hún er eldri systir hennar Evu (en þó ekki sú elsta).
Það var lítill prins sem leit dagsins ljós þann sjötta mars og Eva var að vonum mjög stolt og montin af litla prinsinum.
Eva er alveg rígmontin af litla frænda sínum og Óskar Lajlu og Jóa innilega til hamingju með litla drenginn. Auðvitað fá þau svo líka fagnaðaróskir frá Sigmari. Til hamingju !
Þann sjötta mars tvöþúsund og sjö varð Eva Lækur frænka í fyrsta skiptið á þessu ári en hún varð einnig frænka á síðasta degi tvöþúsund og sex. Núna var það hún Lajla Lækur sem var að unga út en hún er eldri systir hennar Evu (en þó ekki sú elsta).
Það var lítill prins sem leit dagsins ljós þann sjötta mars og Eva var að vonum mjög stolt og montin af litla prinsinum.
Eva er alveg rígmontin af litla frænda sínum og Óskar Lajlu og Jóa innilega til hamingju með litla drenginn. Auðvitað fá þau svo líka fagnaðaróskir frá Sigmari. Til hamingju !
þriðjudagur, mars 06, 2007
Sjitturinn titturinn
Ég tók upp á því í gær að prufa að mæta í spinning tíma upp á Bjargi... Mikið rosalega svitnaði ég maður ! Ekki nóg með það að bolurinn var orðinn glær af svita, þá litu grænu stuttbuxurnar mínar út eins og ég hefði pissað á mig, svo mikið svitnaði ég. Úff.
Það er samt tími aftur á fimmtudaginn...
Annars er allt gott að frétta eins og vera ber, í stað þess að vera að læra þá er ég búinn að skoða allar helstu síður internetsins... Ég reyndi að setja tölvuna á "auto" til þess að klára verkefnið sem ég á að gera en hún hefur ekki gert neitt !
Helvítis tækni.
Paul Johnsson hefur unnið að því lengi að þróa tölvur sem skrifa verkefni fyrir námsmenn. Ekki hefur hr. Johnsson tekist það ennþá en hann býst við að ná tímamótmarkmiðum árið 2017 þegar ný tækni getur lesið huga fólks. Hann hyggst svo beita svokallaðri gervigreind til þess að greina frekari hugsanir til þess að ná þeim niður á blað. Hvernig það mun takast til mun einungis framtíðin leiða í ljós.
Ég tók upp á því í gær að prufa að mæta í spinning tíma upp á Bjargi... Mikið rosalega svitnaði ég maður ! Ekki nóg með það að bolurinn var orðinn glær af svita, þá litu grænu stuttbuxurnar mínar út eins og ég hefði pissað á mig, svo mikið svitnaði ég. Úff.
Það er samt tími aftur á fimmtudaginn...
Annars er allt gott að frétta eins og vera ber, í stað þess að vera að læra þá er ég búinn að skoða allar helstu síður internetsins... Ég reyndi að setja tölvuna á "auto" til þess að klára verkefnið sem ég á að gera en hún hefur ekki gert neitt !
Helvítis tækni.
Paul Johnsson hefur unnið að því lengi að þróa tölvur sem skrifa verkefni fyrir námsmenn. Ekki hefur hr. Johnsson tekist það ennþá en hann býst við að ná tímamótmarkmiðum árið 2017 þegar ný tækni getur lesið huga fólks. Hann hyggst svo beita svokallaðri gervigreind til þess að greina frekari hugsanir til þess að ná þeim niður á blað. Hvernig það mun takast til mun einungis framtíðin leiða í ljós.
sunnudagur, mars 04, 2007
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Ímynd útávið
Ég var að vafra aðeins um netheima í kvöld og datt óvart inn á heimasíðu Brims. Fyrir þau sem ekki vita þá er Brim fiskvinnslu fyrirtæki sem gerir einnig út nokkra togara.
Eftir smá rúnt um síðuna, þá skoðaði ég svæði innan síðunnar sem innheldur lista yfir starfsfólk. Mér til mikillar undrunar þá sá ég hana móður mína með eitthvað skítaglott efst á síðunni. Við nánari athugun þá tók ég eftir að forsvarsmenn Brims hafa ákveðið að gera hana móður mína að ímynd fyrirtækisins útávið !
Ekki amalegt það, enda er kerla alls ekki ómyndarleg, rétt eins og sonurinn.
Fyrir forvitna, þá getið þig séð frúnna hérna, en hún er lengst til vinstri með fallegt hárneti og peltar útvarp.
Hér sést Elín Brynjarsdóttir á góðri stundu með eldri syni sínum, honum Brynjari Arnarssyni. Elín er greinilega að lesa pistilinn yfir honum Brynjari en hann á það til að vera frekar ódæll stundum.
Ég var að vafra aðeins um netheima í kvöld og datt óvart inn á heimasíðu Brims. Fyrir þau sem ekki vita þá er Brim fiskvinnslu fyrirtæki sem gerir einnig út nokkra togara.
Eftir smá rúnt um síðuna, þá skoðaði ég svæði innan síðunnar sem innheldur lista yfir starfsfólk. Mér til mikillar undrunar þá sá ég hana móður mína með eitthvað skítaglott efst á síðunni. Við nánari athugun þá tók ég eftir að forsvarsmenn Brims hafa ákveðið að gera hana móður mína að ímynd fyrirtækisins útávið !
Ekki amalegt það, enda er kerla alls ekki ómyndarleg, rétt eins og sonurinn.
Fyrir forvitna, þá getið þig séð frúnna hérna, en hún er lengst til vinstri með fallegt hárneti og peltar útvarp.
Hér sést Elín Brynjarsdóttir á góðri stundu með eldri syni sínum, honum Brynjari Arnarssyni. Elín er greinilega að lesa pistilinn yfir honum Brynjari en hann á það til að vera frekar ódæll stundum.
mánudagur, febrúar 19, 2007
Smá breytingar
Þar kom að því. Blogger var víst hættur að vista myndirnar á gömlu síðunni, þannig að breytinga var þörf. Ég bíst við að nenna að laga þetta einhverntímann, en ekki núna.
Tímabil breytinga gengur í garð hér eins og annarsstaðar, enda er það bara jákvætt.
Ég fékk að vita það í draumi að Eva, Inga Hrefna og Margrét Guðjóndóttir væru allar óléttar. Það er bara spurning hvort eitthvað sé til í því...
Annars dreymdi mig hrafna líka, það ku ekki vera gott.
Þar kom að því. Blogger var víst hættur að vista myndirnar á gömlu síðunni, þannig að breytinga var þörf. Ég bíst við að nenna að laga þetta einhverntímann, en ekki núna.
Tímabil breytinga gengur í garð hér eins og annarsstaðar, enda er það bara jákvætt.
Ég fékk að vita það í draumi að Eva, Inga Hrefna og Margrét Guðjóndóttir væru allar óléttar. Það er bara spurning hvort eitthvað sé til í því...
Annars dreymdi mig hrafna líka, það ku ekki vera gott.
föstudagur, febrúar 16, 2007
aumingjar, letingjar eða nautnaseggir ?
Ég var að lesa þessa frétt inn á mbl.is nú rétt í þessu og fréttin kom mér alls ekki á óvart. 73% Reykvíkinga keyra einir í skóla eða vinnu á hverjum degi. Þetta er að mínu mati ekki ótrúleg tala, enda hefur maður tekið eftir því þegar maður er á ferð fyrir sunnan að það er að meðaltali 1,25% manneskja í hverjum bíl á götunni. Svo er fólk að kvarta undan umferðarþunga, tja, það er ekkert skrýtið ef allir sitja í sínum bíl og hugsa bara um sjálfan sig.
Mér hefur alltaf fundist það skrýtið að það sé ekki hægt að nota almenningssamgöngur meira hér á þessu landi. Ástæðan er ef til vill of mikið góðæri síðustu ár, því allir virðast eiga bíla. Ég hef tekið eftir því þegar ég hef verið að heimsækja félaga á Stúdentagörðunum í Reykjavík að öll stæði þar eru full, alltaf. Það er ekki eðlilegt heldur.
Ef til vill þá má kannski kenna almenningssamgöngunum sjálfum um. Flókið kerfi og fátíðar ferðir á milli staða eiga kannski sinn þátt í að fólk kýs frekar bílinn fram yfir strætó, sérstaklega í öllu stressinu sem því fylgir að komast á milli staða. Fólk fer meira að segja alveg yfir um ef lögreglan þarf að loka vegi í einhvern tíma út af umferðarslysi.
Hvernig væri nú ef fólk færi nú að spara og drægi úr útgjöldum með því að nota almenningssamgöngur eða einfaldlega sína eigin orku til þess að koma sér á milli staða, hagvinningurinn er svo miklu meiri en bara nokkrar krónur, þetta er eitthvað sem samfélagið græðið allt á, þannig að allir hagnast.
Kannski er þetta framtíðarlausnin, Stækka bara göturnar og hringtorgin svo fleiri komist fyrir. Hverju máli skiptir með mengun, kostnað og aðra smámuni.
Ég var að lesa þessa frétt inn á mbl.is nú rétt í þessu og fréttin kom mér alls ekki á óvart. 73% Reykvíkinga keyra einir í skóla eða vinnu á hverjum degi. Þetta er að mínu mati ekki ótrúleg tala, enda hefur maður tekið eftir því þegar maður er á ferð fyrir sunnan að það er að meðaltali 1,25% manneskja í hverjum bíl á götunni. Svo er fólk að kvarta undan umferðarþunga, tja, það er ekkert skrýtið ef allir sitja í sínum bíl og hugsa bara um sjálfan sig.
Mér hefur alltaf fundist það skrýtið að það sé ekki hægt að nota almenningssamgöngur meira hér á þessu landi. Ástæðan er ef til vill of mikið góðæri síðustu ár, því allir virðast eiga bíla. Ég hef tekið eftir því þegar ég hef verið að heimsækja félaga á Stúdentagörðunum í Reykjavík að öll stæði þar eru full, alltaf. Það er ekki eðlilegt heldur.
Ef til vill þá má kannski kenna almenningssamgöngunum sjálfum um. Flókið kerfi og fátíðar ferðir á milli staða eiga kannski sinn þátt í að fólk kýs frekar bílinn fram yfir strætó, sérstaklega í öllu stressinu sem því fylgir að komast á milli staða. Fólk fer meira að segja alveg yfir um ef lögreglan þarf að loka vegi í einhvern tíma út af umferðarslysi.
Hvernig væri nú ef fólk færi nú að spara og drægi úr útgjöldum með því að nota almenningssamgöngur eða einfaldlega sína eigin orku til þess að koma sér á milli staða, hagvinningurinn er svo miklu meiri en bara nokkrar krónur, þetta er eitthvað sem samfélagið græðið allt á, þannig að allir hagnast.
Kannski er þetta framtíðarlausnin, Stækka bara göturnar og hringtorgin svo fleiri komist fyrir. Hverju máli skiptir með mengun, kostnað og aðra smámuni.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Stórinnkaup og saltað kjöt
Í gær þá ákvöðum við Eva Lækur að styrkja Baugsveldið um nokkur þúsund krónur, enda þurfa þeir Baugsmenn á því að halda, því þeir standa í endalausum málaferlum við ríkið.
Innkaup gærdagsins voru nokkuð stór og það má því búast við að ég og Eva sjáumst ekki í Baugsveldinu næsta mánuðinn, enda allir skápar troðfullir af gómsætu meti.
Það best sem lenti samt í körfunni hjá mér var saltað lambakjöt og eitt stykki rófa. Þar sem Lækurinn er ofalinn sveitastelpa úr nautgripabúi, þá er hún ekki fyrir svoleiðis lagað.
En góð ráð eru ekki dýr
Kjötinu og rófunni var einfaldlega skutlað til ömmu minnar með beiðni um eldun í hádeginu í dag. Þannig að það bíður mín gómsæt máltið, söltuð og góð, hjá henni elsku ömmu minni í hádeginu.
Ekki amalegt það !
Saltkjötið er frá Kjarnafæði en ekki er víst hvort stúlkan á myndinni fylgi matarboði Ömmu Sigmars.
Í gær þá ákvöðum við Eva Lækur að styrkja Baugsveldið um nokkur þúsund krónur, enda þurfa þeir Baugsmenn á því að halda, því þeir standa í endalausum málaferlum við ríkið.
Innkaup gærdagsins voru nokkuð stór og það má því búast við að ég og Eva sjáumst ekki í Baugsveldinu næsta mánuðinn, enda allir skápar troðfullir af gómsætu meti.
Það best sem lenti samt í körfunni hjá mér var saltað lambakjöt og eitt stykki rófa. Þar sem Lækurinn er ofalinn sveitastelpa úr nautgripabúi, þá er hún ekki fyrir svoleiðis lagað.
En góð ráð eru ekki dýr
Kjötinu og rófunni var einfaldlega skutlað til ömmu minnar með beiðni um eldun í hádeginu í dag. Þannig að það bíður mín gómsæt máltið, söltuð og góð, hjá henni elsku ömmu minni í hádeginu.
Ekki amalegt það !
Saltkjötið er frá Kjarnafæði en ekki er víst hvort stúlkan á myndinni fylgi matarboði Ömmu Sigmars.
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Ísfiskveiði
Lesið allt um frægðarför veiðifélaga "Bíttá Helvítið Þitt" hér. Ágætis fengur var úr ferðinni, en 13 Þvebbarar komu niður með mér á sunnudaginn var.
Hér sjást fræknir félagar í veiðifélaginu "Bíttá Helvítið Þitt" við ísfiskveiðar "á" Þverbrekkuvatni.
Lesið allt um frægðarför veiðifélaga "Bíttá Helvítið Þitt" hér. Ágætis fengur var úr ferðinni, en 13 Þvebbarar komu niður með mér á sunnudaginn var.
Hér sjást fræknir félagar í veiðifélaginu "Bíttá Helvítið Þitt" við ísfiskveiðar "á" Þverbrekkuvatni.
laugardagur, febrúar 10, 2007
Súlur
Í gær þá gerði ég mér lítið fyrir og tók smá rölt upp á einkennisfjall Akureyrar, nánar tiltekið Súlur. Súlur eru 21. hæsti tindur Íslands eða 1213 metrar yfir sjávarmáli. Röltið upp tók rúma tvo tíma en ferðin niður tók skemmri tíma en það var vegna góðra rennslu skilyrða.
Leiðin upp var frekar strembinn og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera með neina strengi í dag. Sömuleiðis þá var frekar hált á sumum stöðum vegna gríðarlegs harðfenis. En einn leiðangursmanna var með glæsta mannbrodda og gátum við hinir því stuðst við hann.
En þegar upp var komið þá var ferðin alveg hennar virði. Það var nánast logn á toppnum og sól og bíða. Alveg djöfulli magnað, ef svo má að orði komast.
Á leiðinni niður þá lentum við þó í smá sjálfheldu. Við renndum okkur niður af toppnum á rassinum, á gríðarlegum miklum hraða á annan stað en við fórum upp. Það var svo vandasamt að komast frá þeim stað vegna gríðarlegs harðfenis og hálku, eins og áður segir. En allt gekk vel að lokum og komunst við allir heim á ný, dauðþreyttir en montnir af þessari frægðar för.
Nú er bara að redda sér mannbroddum og kíkja aftur næstu helgi !
Hér sést Sigmar á Toppi ytri Súlna, hrikalega þreyttur en gríðarlega ánægður og montinn með árangurinn.
Í gær þá gerði ég mér lítið fyrir og tók smá rölt upp á einkennisfjall Akureyrar, nánar tiltekið Súlur. Súlur eru 21. hæsti tindur Íslands eða 1213 metrar yfir sjávarmáli. Röltið upp tók rúma tvo tíma en ferðin niður tók skemmri tíma en það var vegna góðra rennslu skilyrða.
Leiðin upp var frekar strembinn og ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera með neina strengi í dag. Sömuleiðis þá var frekar hált á sumum stöðum vegna gríðarlegs harðfenis. En einn leiðangursmanna var með glæsta mannbrodda og gátum við hinir því stuðst við hann.
En þegar upp var komið þá var ferðin alveg hennar virði. Það var nánast logn á toppnum og sól og bíða. Alveg djöfulli magnað, ef svo má að orði komast.
Á leiðinni niður þá lentum við þó í smá sjálfheldu. Við renndum okkur niður af toppnum á rassinum, á gríðarlegum miklum hraða á annan stað en við fórum upp. Það var svo vandasamt að komast frá þeim stað vegna gríðarlegs harðfenis og hálku, eins og áður segir. En allt gekk vel að lokum og komunst við allir heim á ný, dauðþreyttir en montnir af þessari frægðar för.
Nú er bara að redda sér mannbroddum og kíkja aftur næstu helgi !
Hér sést Sigmar á Toppi ytri Súlna, hrikalega þreyttur en gríðarlega ánægður og montinn með árangurinn.
föstudagur, febrúar 09, 2007
Hvíl í friði
Þá er hún Anna nokkur Nicole ,kennd við Smith látin.
Anna var í nokkru uppáhaldi hjá mér þegar ég var um 14-16 ára gamall. Hún lífgaði stundum upp á dagana hjá manni en núna verður minningin ein að duga. Það er alltaf slæmt þegar merkilegt fólk fer frá okkur og ennþá verra þegar það er tekið frá okkur í blóma lífs síns. Anna, ég minnist þín í Naked gun 3 1/3 fyrir stórleik þinn á móti Leslie Nielsen og sömuleiðis fyrir pósur þínar hjá honum Hugh Grant í tímariti hans.
Anna, þín verður sárt saknað.
Anna Nicole Smith er víst öll. Minningu hennar verður samt sem áður haldið á lofti.
Þá er hún Anna nokkur Nicole ,kennd við Smith látin.
Anna var í nokkru uppáhaldi hjá mér þegar ég var um 14-16 ára gamall. Hún lífgaði stundum upp á dagana hjá manni en núna verður minningin ein að duga. Það er alltaf slæmt þegar merkilegt fólk fer frá okkur og ennþá verra þegar það er tekið frá okkur í blóma lífs síns. Anna, ég minnist þín í Naked gun 3 1/3 fyrir stórleik þinn á móti Leslie Nielsen og sömuleiðis fyrir pósur þínar hjá honum Hugh Grant í tímariti hans.
Anna, þín verður sárt saknað.
Anna Nicole Smith er víst öll. Minningu hennar verður samt sem áður haldið á lofti.
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Glæný frétt
Eftir smá hlé, þá eru fréttir farnar að hrannast inn á veiðisíðu "Bíttá Helvítið Þitt". Hægt er að lesa æsispennandi frásögn af meintum ísfiskveiðum mínum í síðasta mánuði, sem og að skoða gullfallegar myndir af mér og Læknum.
Heimasíða veiðifélagssins Bíttá Helvítið Þitt
Fréttasíða veiðifélagsins "Bíttá Helvítið Þitt" er komin á flug aftur eftir stutt hlé.
Eftir smá hlé, þá eru fréttir farnar að hrannast inn á veiðisíðu "Bíttá Helvítið Þitt". Hægt er að lesa æsispennandi frásögn af meintum ísfiskveiðum mínum í síðasta mánuði, sem og að skoða gullfallegar myndir af mér og Læknum.
Heimasíða veiðifélagssins Bíttá Helvítið Þitt
Fréttasíða veiðifélagsins "Bíttá Helvítið Þitt" er komin á flug aftur eftir stutt hlé.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Tækifæri?
Það er alltaf gaman að heyra þegar aðgerðir eru í gangi til þess að sporna við losun gróðurhúsaloft-tegunda og þá sérstaklega á þeim vettvangi sem er okkur næst. Ég er þá að tala um samgöngutæki. Eins og flest okkar vita þá er Ísland mikil bílaþjóð og bílinn er notaður óspart, bæði í langar og stuttar vegalengdir. Bílaumferðin er orðin mjög mikil og þá sérstaklega í Reykjavík, eins og ég hef tekið eftir upp á síðkastið. Það má ef til vill skýrast af því að einungis ein manneskja er nánast í hverjum bíl sem er á ferðinni.
Þetta er eitthvað sem er að verða óhjákvæmileg staðreynd og erfitt getur verið að sporna við þessari þróun. Ég held að við verðum að sætta okkur við aukna bílaumferð á komandi árum, jafnvel þó svo að bílakaup landsmanna eru að minnka.
Hvað er þá til ráða til þess að minnka losun gróðurhúsaloft-tegunda ef ekki er hægt að breyta bílavenjum landans ?
Jú, með því að breyta bílunum. Samkvæmt frétt sem er í Fréttablaðinu í dag, þá kemur fram að nýtt tilraunaverkefni er að fara í gang sem gengur út á það að fjölga vetnisbílum í umferðinni. Þó svo að einungis sé um tilraunverkefni að ráða, þá er þetta eitthvað sem við ættum að leiða hugan að.
Hér er tækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að verða leiðandi þjóð á þessu sviði, það er að taka upp vetnisknúna bifreiðar.
Okkur hefur gengið vel með strætisvagna-tilraunverkefnið og þykir mér miður að einn vagnanna skuli vera hættur að ganga.
Ef við lítum samt á svona tækifæri, þá er hægt að gera svo margt ef viljinn er fyrir hendi.
Hugsum okkur það tækifæri sem Akureyrarbær hefur ef bænum dytti hug að taka upp vetnisknúna strætisvagna ? Maður gæti rétt ímyndað sér þá umfjöllun sem bærinn myndi fá ef almenningssamgöngur væru ekki einungis fríar heldur eins umhverfsivænar og hægt væri að hugsa sér.
Fríar almenningssamgöngur sem væru inntar af hendi af vetnisknúnum strætisvögnum gæti samt sem áður breytt hugarfari fólks til hins betra og fólk færi að hugsa að sér með bílferðir sínar. Það teldi ég samt ólíklegt, því Íslendingar eru orðnir svo háðir bílnum sínum. Einstaklingshyggjan og stressið ræður þar held ég ríkjum, því við verðum að komast eins hratt milli staða og við getum, án þess að hugsa um einhverja aðra en okkur sjálf.
Best væri samt að allir fengu sér "Bronco" eins og ég, því þá þyrfti ég ekki að bölva öllum þessum fjandans bílum sem virða aldrei gangbrautarmerkin !
Framtíðin ?
Það er alltaf gaman að heyra þegar aðgerðir eru í gangi til þess að sporna við losun gróðurhúsaloft-tegunda og þá sérstaklega á þeim vettvangi sem er okkur næst. Ég er þá að tala um samgöngutæki. Eins og flest okkar vita þá er Ísland mikil bílaþjóð og bílinn er notaður óspart, bæði í langar og stuttar vegalengdir. Bílaumferðin er orðin mjög mikil og þá sérstaklega í Reykjavík, eins og ég hef tekið eftir upp á síðkastið. Það má ef til vill skýrast af því að einungis ein manneskja er nánast í hverjum bíl sem er á ferðinni.
Þetta er eitthvað sem er að verða óhjákvæmileg staðreynd og erfitt getur verið að sporna við þessari þróun. Ég held að við verðum að sætta okkur við aukna bílaumferð á komandi árum, jafnvel þó svo að bílakaup landsmanna eru að minnka.
Hvað er þá til ráða til þess að minnka losun gróðurhúsaloft-tegunda ef ekki er hægt að breyta bílavenjum landans ?
Jú, með því að breyta bílunum. Samkvæmt frétt sem er í Fréttablaðinu í dag, þá kemur fram að nýtt tilraunaverkefni er að fara í gang sem gengur út á það að fjölga vetnisbílum í umferðinni. Þó svo að einungis sé um tilraunverkefni að ráða, þá er þetta eitthvað sem við ættum að leiða hugan að.
Hér er tækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að verða leiðandi þjóð á þessu sviði, það er að taka upp vetnisknúna bifreiðar.
Okkur hefur gengið vel með strætisvagna-tilraunverkefnið og þykir mér miður að einn vagnanna skuli vera hættur að ganga.
Ef við lítum samt á svona tækifæri, þá er hægt að gera svo margt ef viljinn er fyrir hendi.
Hugsum okkur það tækifæri sem Akureyrarbær hefur ef bænum dytti hug að taka upp vetnisknúna strætisvagna ? Maður gæti rétt ímyndað sér þá umfjöllun sem bærinn myndi fá ef almenningssamgöngur væru ekki einungis fríar heldur eins umhverfsivænar og hægt væri að hugsa sér.
Fríar almenningssamgöngur sem væru inntar af hendi af vetnisknúnum strætisvögnum gæti samt sem áður breytt hugarfari fólks til hins betra og fólk færi að hugsa að sér með bílferðir sínar. Það teldi ég samt ólíklegt, því Íslendingar eru orðnir svo háðir bílnum sínum. Einstaklingshyggjan og stressið ræður þar held ég ríkjum, því við verðum að komast eins hratt milli staða og við getum, án þess að hugsa um einhverja aðra en okkur sjálf.
Best væri samt að allir fengu sér "Bronco" eins og ég, því þá þyrfti ég ekki að bölva öllum þessum fjandans bílum sem virða aldrei gangbrautarmerkin !
Framtíðin ?
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ísfiskiveiðar, þorrablót og vísindferð
Það hefur nú margt á daga mína drifið síðasta hálfa mánuðinn eða svo.
Þarsíðustu helgi var fórum við Eva lækur austur á land, þá nánar tiltekið til Egilsstaða, Breiðdalsvík og svo Seyðisfjörð. Að vísu þá steig Eva ekki fæti niður á Seyðisfjörð og ég staldraði ekki lengi við á Egilsstöðum.
Ferðin byrjaði samt sem áður í Breiðdalnum, þar sem við stöldruðum við í tvær nætur í góðu yfirlæti, við lestur góðra bóka og ísfiskveiðar. Það fer samt ekki mörgum sögum af veiðinni en útiveran var samt skemmtileg.
Hér sést tíkin Pheobe að trufla Sigmar við ísborun. Ef til vill er tíkin að benda Sigmari á að enga bröndu sé þarna að fá, ef svo er, þá hafði hún rétt fyrir sér.
Þarnæst lá leið mín niður í Seyðisfjörð á þorrablót. Skemmtiatriðin á blótinu voru góð og ég er alveg handviss að ég hafi skemmt mér alveg konunglega yfir ballinu, þó svo að minningin sé eitthvað gloppótt.
Sigmar og Stefán á góðri stundu um mitt blótið.
Síðastliðna helgi var svo farið suður í vísindaferð með Háskólanum á Akureyri. Sú ferð er einnig í góðum minnum... Allavegana þá flaut gullinn mjöður öll kvöld ferðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur og Vífilfell eiga þar smá hlut að máli.
Ég verð samt að segja að lifrin hafi ekki alveg náð að höndla allt þetta sukk og svínerí, allavegana þá er heilsan enn eitthvað slöpp enn þann dag í dag, mánudag.
Það hefur nú margt á daga mína drifið síðasta hálfa mánuðinn eða svo.
Þarsíðustu helgi var fórum við Eva lækur austur á land, þá nánar tiltekið til Egilsstaða, Breiðdalsvík og svo Seyðisfjörð. Að vísu þá steig Eva ekki fæti niður á Seyðisfjörð og ég staldraði ekki lengi við á Egilsstöðum.
Ferðin byrjaði samt sem áður í Breiðdalnum, þar sem við stöldruðum við í tvær nætur í góðu yfirlæti, við lestur góðra bóka og ísfiskveiðar. Það fer samt ekki mörgum sögum af veiðinni en útiveran var samt skemmtileg.
Hér sést tíkin Pheobe að trufla Sigmar við ísborun. Ef til vill er tíkin að benda Sigmari á að enga bröndu sé þarna að fá, ef svo er, þá hafði hún rétt fyrir sér.
Þarnæst lá leið mín niður í Seyðisfjörð á þorrablót. Skemmtiatriðin á blótinu voru góð og ég er alveg handviss að ég hafi skemmt mér alveg konunglega yfir ballinu, þó svo að minningin sé eitthvað gloppótt.
Sigmar og Stefán á góðri stundu um mitt blótið.
Síðastliðna helgi var svo farið suður í vísindaferð með Háskólanum á Akureyri. Sú ferð er einnig í góðum minnum... Allavegana þá flaut gullinn mjöður öll kvöld ferðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur og Vífilfell eiga þar smá hlut að máli.
Ég verð samt að segja að lifrin hafi ekki alveg náð að höndla allt þetta sukk og svínerí, allavegana þá er heilsan enn eitthvað slöpp enn þann dag í dag, mánudag.
fimmtudagur, janúar 25, 2007
Á ferð um landið
Ætli maður verði ekki að hryggja norðanbúa með þeim fréttum að maður sé á leiðinni austur á land þessa helgi.
Ætlunin er að byrja helgina í Breiðdalnum á ísfiskveiðum í Brekkuborgarvatni í boði fjölskyldunnar á Brekkuborg.
Á laugardaginn verður svo haldið til Seyðisfjarðar þar sem ég kem til með að heiðra Seyðfirðinga með því að mæta á þorrablót þar á bæ. Sessunautur minn verður enginn annar en Óðalsbóndinn Stefán Ólafur sjálfur, og má því búast við miklu fjöri.
Hvað sunnudaginn varðar, þá verður honum væntanlega varið í eymd og volæði, ef ég þekki sjálfan mig rétt.
Hér má sjá mynd frá þorrablóti síðasta árs. Þorramaturinn rann ljúflega niður í maga Sigmars, sem og brennivínið.
Ætli maður verði ekki að hryggja norðanbúa með þeim fréttum að maður sé á leiðinni austur á land þessa helgi.
Ætlunin er að byrja helgina í Breiðdalnum á ísfiskveiðum í Brekkuborgarvatni í boði fjölskyldunnar á Brekkuborg.
Á laugardaginn verður svo haldið til Seyðisfjarðar þar sem ég kem til með að heiðra Seyðfirðinga með því að mæta á þorrablót þar á bæ. Sessunautur minn verður enginn annar en Óðalsbóndinn Stefán Ólafur sjálfur, og má því búast við miklu fjöri.
Hvað sunnudaginn varðar, þá verður honum væntanlega varið í eymd og volæði, ef ég þekki sjálfan mig rétt.
Hér má sjá mynd frá þorrablóti síðasta árs. Þorramaturinn rann ljúflega niður í maga Sigmars, sem og brennivínið.
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Rísandi stjarna
Ég var að glugga í gegnum mitt myndarlega myndasafn nú rétt í þessu og fann eina sem ég var búinn að gleyma. Myndin er tekin á Egilsstöðum á einhverju fylleríi hjá mér og ónefndum félaga, en hann er einmitt í aðalhlutverki á þessari mynd.
Án frekari málalenginga, þá bíð ég ykkur að kasta augum ykkar á þetta stórkostlega myndverk sem er hér fyrir neðan. Ekki þarf að taka fram að óritskoðuð mynd er bönnuð innan 18 ára aldurs og þar sem ég þykist vita að þetta sé fjölskylduvæn síða, þá var ákveðið að mála yfir ákveðinn hluta, bæði lesendum og svo módelinu til góða.
Hér má sjá rísandi stjörnu í íslensku samfélagi
Ég var að glugga í gegnum mitt myndarlega myndasafn nú rétt í þessu og fann eina sem ég var búinn að gleyma. Myndin er tekin á Egilsstöðum á einhverju fylleríi hjá mér og ónefndum félaga, en hann er einmitt í aðalhlutverki á þessari mynd.
Án frekari málalenginga, þá bíð ég ykkur að kasta augum ykkar á þetta stórkostlega myndverk sem er hér fyrir neðan. Ekki þarf að taka fram að óritskoðuð mynd er bönnuð innan 18 ára aldurs og þar sem ég þykist vita að þetta sé fjölskylduvæn síða, þá var ákveðið að mála yfir ákveðinn hluta, bæði lesendum og svo módelinu til góða.
Hér má sjá rísandi stjörnu í íslensku samfélagi
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Glæsileg landkynning
Eftir smá rúnt inn á heimasíðu Nonna frænda, þá tók ég eftir hlekk nokkrum sem leiddi mig inn á Herbalife síðu. Inn á þessari síðu var myndband með Herbalife hjónum Íslands, einhverskonar kynning á þeim sjálfum, landi og þjóð.
Það má með sanni segja að ég ekki í vafa að um eina bestu landkynningu er að ræða.
Hjónin fara vel með staðreyndir um land og þjóð sem og að vera vel að ensku máli farin.
Ég mæli svo sannarlega með að fólk skoði þetta myndband.
Eftir smá rúnt inn á heimasíðu Nonna frænda, þá tók ég eftir hlekk nokkrum sem leiddi mig inn á Herbalife síðu. Inn á þessari síðu var myndband með Herbalife hjónum Íslands, einhverskonar kynning á þeim sjálfum, landi og þjóð.
Það má með sanni segja að ég ekki í vafa að um eina bestu landkynningu er að ræða.
Hjónin fara vel með staðreyndir um land og þjóð sem og að vera vel að ensku máli farin.
Ég mæli svo sannarlega með að fólk skoði þetta myndband.
mánudagur, janúar 22, 2007
Landnemar Katans
Í gær var spilakvöld í Drekigil 21 og var landnemaspilið Katan fyrir barðinu á æstum spilaköppum sem lögðu leið sína í íbúð Bóndans og Læksins. Spilið einkenndist af miklum æsingi, salsarófum, slóttugheitum, spennu og svo ódrengskap af sumra hálfu.
Til að minnka spennustig spilsins þá hljómuðu Efnabræður undir við mikinn fögnuð spilenda. Einnig var sun lolly til staðar ef æsingur yrði of mikill en það þurfti einmitt að grípa til lolly-sins á tímabili og voru menn "lollaðir" niður.
Sigurvegararkvöldsins voru svo Sigmar Bóndi og Sveinn El Loftnets en sá síðarnefndi rétt náði að drulla fram sigri með heppniskasti í lokin, því Sigmar var með sigurinn vísann í næsta leik.
Eva lækur og Þorgrímur Guðmundsson (Doddi trukkur) sátu samt eftir með sárt ennið.
Hér má sjá Katan spilara kvöldsins að Sigmari undanteknum. Við nánari athugun þá sést að verið er að "lolla" mannskapinn niður.
Í gær var spilakvöld í Drekigil 21 og var landnemaspilið Katan fyrir barðinu á æstum spilaköppum sem lögðu leið sína í íbúð Bóndans og Læksins. Spilið einkenndist af miklum æsingi, salsarófum, slóttugheitum, spennu og svo ódrengskap af sumra hálfu.
Til að minnka spennustig spilsins þá hljómuðu Efnabræður undir við mikinn fögnuð spilenda. Einnig var sun lolly til staðar ef æsingur yrði of mikill en það þurfti einmitt að grípa til lolly-sins á tímabili og voru menn "lollaðir" niður.
Sigurvegararkvöldsins voru svo Sigmar Bóndi og Sveinn El Loftnets en sá síðarnefndi rétt náði að drulla fram sigri með heppniskasti í lokin, því Sigmar var með sigurinn vísann í næsta leik.
Eva lækur og Þorgrímur Guðmundsson (Doddi trukkur) sátu samt eftir með sárt ennið.
Hér má sjá Katan spilara kvöldsins að Sigmari undanteknum. Við nánari athugun þá sést að verið er að "lolla" mannskapinn niður.
sunnudagur, janúar 21, 2007
föstudagur, janúar 19, 2007
Frítt í strætó
Mikið getur maður nú verið glaður á búa hér norðan heiða. Ekki nóg með það að Akureyri skuli vera fallegasti bær Íslands, þá er einnig frítt í strætó í bænum !
Það er skemmst frá því að segja að ég og Eva Lækur erum bæði búin að notfæra okkur það þegar kemur að smá bæjarsnatti.
Ekki er það heldur amalegt nú er hægt að samtvinna helstu kosti hjóls og bifreiðar !
Nú getur maður brunað niður í bæ á Bronco-inum og tekið svo strætó heim ef maður er eitthvað latur, án þess að hafa það á samviskunni að greiða fyrir farið.
Ekki amalegt það !
Nú er frítt í strætó á Akureyri og það er svo sannarlega hamingjufréttir fyrir norðanbúa !
Mikið getur maður nú verið glaður á búa hér norðan heiða. Ekki nóg með það að Akureyri skuli vera fallegasti bær Íslands, þá er einnig frítt í strætó í bænum !
Það er skemmst frá því að segja að ég og Eva Lækur erum bæði búin að notfæra okkur það þegar kemur að smá bæjarsnatti.
Ekki er það heldur amalegt nú er hægt að samtvinna helstu kosti hjóls og bifreiðar !
Nú getur maður brunað niður í bæ á Bronco-inum og tekið svo strætó heim ef maður er eitthvað latur, án þess að hafa það á samviskunni að greiða fyrir farið.
Ekki amalegt það !
Nú er frítt í strætó á Akureyri og það er svo sannarlega hamingjufréttir fyrir norðanbúa !
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Kveðjur
Ég var að velta fyrir mér einu í morgun...
Ég gekk framhjá einni stúlku í skólanum og kastaði góðfúslegri kveðju til hennar með tilheyrandi brosi og kinki. Það er svo sem ekki frásögum færandi, nema hvað að um það bil 20 - 30 mínótum seinna þá geng ég framhjá henni aftur. Samt sem áður í það skipti, þá átti sér enginn kveðja sér stað, ekkert bros eða kink, bara ekki neitt.
Það má því segja að sú kveðja sem átti sér stað í fyrra skiptið hafi verið enn í gildi, jafnvel þó svo að 20 - 30 mínótur hafi liðið á milli.
Ég fór því að velta fyrir hversu lengi hver kveðja gildir, það er hversu langt það þarf að líða á milli kveðjna svo hægt sé að heilsast aftur. Ég listaði því nokkur atriði sem vert væri að kanna varðandi kveðjusiði fólks.
* Ef kveðja á sér stað, þarf þá að líða einhver X ákveðinn tími svo hægt sé að kasta henni aftur ?
* Eru aðrar breytur með inn í myndinni ? Til dæmis eins og hversu góð kynni eru af viðkomandi sem fær kveðjuna ?
* Eru umhverfisþættir einnig með inn í myndinni ? Eins og hvar viðkomandi kveðja átti sér fyrst stað og hvar næsta kveðja mun eiga sér stað ?
* Eru kveðjuhættir mismunandi milli samfélaga og landa ?
* Er munur á milli kynja varðandi kveðjur ?
Þetta eru allt atriði sem ber að hafa í huga og þyrfti ef til vill að kanna til hlýtar sem fyrst. Guði sé lof að maður sé í háskóla svo maður geti nú ef til vill eytt mikilsverðum tíma sínum í svona vitleysu.
Borat Sagdiev frá Kazakztan heilsar ef til vill öðruvísi heldur en fólk úr Þistilfirði.
Ég var að velta fyrir mér einu í morgun...
Ég gekk framhjá einni stúlku í skólanum og kastaði góðfúslegri kveðju til hennar með tilheyrandi brosi og kinki. Það er svo sem ekki frásögum færandi, nema hvað að um það bil 20 - 30 mínótum seinna þá geng ég framhjá henni aftur. Samt sem áður í það skipti, þá átti sér enginn kveðja sér stað, ekkert bros eða kink, bara ekki neitt.
Það má því segja að sú kveðja sem átti sér stað í fyrra skiptið hafi verið enn í gildi, jafnvel þó svo að 20 - 30 mínótur hafi liðið á milli.
Ég fór því að velta fyrir hversu lengi hver kveðja gildir, það er hversu langt það þarf að líða á milli kveðjna svo hægt sé að heilsast aftur. Ég listaði því nokkur atriði sem vert væri að kanna varðandi kveðjusiði fólks.
* Ef kveðja á sér stað, þarf þá að líða einhver X ákveðinn tími svo hægt sé að kasta henni aftur ?
* Eru aðrar breytur með inn í myndinni ? Til dæmis eins og hversu góð kynni eru af viðkomandi sem fær kveðjuna ?
* Eru umhverfisþættir einnig með inn í myndinni ? Eins og hvar viðkomandi kveðja átti sér fyrst stað og hvar næsta kveðja mun eiga sér stað ?
* Eru kveðjuhættir mismunandi milli samfélaga og landa ?
* Er munur á milli kynja varðandi kveðjur ?
Þetta eru allt atriði sem ber að hafa í huga og þyrfti ef til vill að kanna til hlýtar sem fyrst. Guði sé lof að maður sé í háskóla svo maður geti nú ef til vill eytt mikilsverðum tíma sínum í svona vitleysu.
Borat Sagdiev frá Kazakztan heilsar ef til vill öðruvísi heldur en fólk úr Þistilfirði.
laugardagur, janúar 13, 2007
Laugardagar
Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að læra á Laugardögum. Allt annað virðist vera skemmtilegra en verkefnavinna á þessum dögum, meira að segja leikir á www.leikjanet.is sem eru að öllu jafna alveg hundleiðinlegir virðast vera frekar spennó.
Það er samt spurning hvort þetta eigi við alla daga en þetta er sérstaklega áberandi á laugardögum.
Það er alveg merkilegt hvað það getur verið erfitt að læra á Laugardögum. Allt annað virðist vera skemmtilegra en verkefnavinna á þessum dögum, meira að segja leikir á www.leikjanet.is sem eru að öllu jafna alveg hundleiðinlegir virðast vera frekar spennó.
Það er samt spurning hvort þetta eigi við alla daga en þetta er sérstaklega áberandi á laugardögum.
föstudagur, janúar 12, 2007
Kominn í óttann
Eftir mikið stapp og streð þá komumst við Eva lækur loksins suður. Nú er bara spurning hvað maður á að gera. Þar sem ég er auralaus þá hafa möguleikar til aðgerða minkað mikið. En það má samt alltaf bralla eitthvað skemmtilegt sem kostar lítið eða ekki neitt. Eins og til dæmis að:
* Fara í heimsókn til vina og ættingja og heimta kaffi. Það er ódýrara og skemmtilegra en kaffihús
* Fara niður á Hlemm og skoða rónana. Bara svona til að minna mann á hversu gott það er fyrir norðan.
* Fara á rúntinn í strætó. Hentar vel eftir skoðunarferðina á Hlemmi.
* Horfa á sjónvarpið. Það er alltaf gaman að bera saman sjónvarpsefnið fyrir sunnan og fyrir norðan, sérstaklega Rúv, Skjá einn og Sirkus.
* Rölta laugaveginn og virða fyrir sér liðinu sem gengur þar um og hugsa um að maður sjálfur sé eina eðlilega manneskjan þar á ferð.
* Skoða búðarglugga á Laugaveginum og velta fyrir sér hvað það fæst mikið drasl þar sem maður þarfnast alls ekki en langar samt í. Gott að gera það samhliða liðnum hér fyrir ofan.
* Fara að læra. Sérstaklega vegna þess að maður tók skólabækurnar með sér suður.
Sigmar og Eva láta vel um sig fara á Grettisgötunni í Reykjavík. Nú er bara spurning hvað skal hafa fyrir stafni á meðan sunnan ferðinni stendur.
Eftir mikið stapp og streð þá komumst við Eva lækur loksins suður. Nú er bara spurning hvað maður á að gera. Þar sem ég er auralaus þá hafa möguleikar til aðgerða minkað mikið. En það má samt alltaf bralla eitthvað skemmtilegt sem kostar lítið eða ekki neitt. Eins og til dæmis að:
* Fara í heimsókn til vina og ættingja og heimta kaffi. Það er ódýrara og skemmtilegra en kaffihús
* Fara niður á Hlemm og skoða rónana. Bara svona til að minna mann á hversu gott það er fyrir norðan.
* Fara á rúntinn í strætó. Hentar vel eftir skoðunarferðina á Hlemmi.
* Horfa á sjónvarpið. Það er alltaf gaman að bera saman sjónvarpsefnið fyrir sunnan og fyrir norðan, sérstaklega Rúv, Skjá einn og Sirkus.
* Rölta laugaveginn og virða fyrir sér liðinu sem gengur þar um og hugsa um að maður sjálfur sé eina eðlilega manneskjan þar á ferð.
* Skoða búðarglugga á Laugaveginum og velta fyrir sér hvað það fæst mikið drasl þar sem maður þarfnast alls ekki en langar samt í. Gott að gera það samhliða liðnum hér fyrir ofan.
* Fara að læra. Sérstaklega vegna þess að maður tók skólabækurnar með sér suður.
Sigmar og Eva láta vel um sig fara á Grettisgötunni í Reykjavík. Nú er bara spurning hvað skal hafa fyrir stafni á meðan sunnan ferðinni stendur.
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Aldrei fór ég suður...
Humgyndin hjá okkur skötuhjúunum er víst að fara suður um helgina og heimsækja nýjasta meðlim fjölskyldunnar hennar Evu læks. Það er svo sem allt gott og blessað nema hvað ég er hræddur um að það muni lengjast eitthvað úr ferðinni.
Satt best að segja þá hef ég ekki hugmynd hvað maður á að gera fyrir sunnan nema auðvitað að hitta Helenu litlu Beekman Sigmarsdóttur og svo auðvitað að eyða peningum.
Allavegana þá er búið að panta flugfar heim en ekki farið suður. Satt best að segja þá þótti mér betra að gera það. Það er alltaf ákveðinn léttir að vita það að maður komist aftur heim í fjörðinn fagra.
Sigmar og Eva eiga bókað far frá borg óttans en það er óljóst hvernig þau munu fara þangað.
Humgyndin hjá okkur skötuhjúunum er víst að fara suður um helgina og heimsækja nýjasta meðlim fjölskyldunnar hennar Evu læks. Það er svo sem allt gott og blessað nema hvað ég er hræddur um að það muni lengjast eitthvað úr ferðinni.
Satt best að segja þá hef ég ekki hugmynd hvað maður á að gera fyrir sunnan nema auðvitað að hitta Helenu litlu Beekman Sigmarsdóttur og svo auðvitað að eyða peningum.
Allavegana þá er búið að panta flugfar heim en ekki farið suður. Satt best að segja þá þótti mér betra að gera það. Það er alltaf ákveðinn léttir að vita það að maður komist aftur heim í fjörðinn fagra.
Sigmar og Eva eiga bókað far frá borg óttans en það er óljóst hvernig þau munu fara þangað.
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Sögur úr vinnunni
Eftirfarandi samtal átti sér stað í vinnuni í gær:
"Simmi, hvenær eigum við að fara til Frakklands ?"
Ég: "þegar þú ert búinn að panta miðana"
"Eigum við að fara á morgun ?"
Ég: "Ef þú ert búinn að panta miðana, þá skulum við fara"
"ókey, þá ætla ég að panta miðana núna. Hvað er númerið sem maður pantar miðana ?"
Ég: "ég veit það ekki"
"oh, ekki ég heldur"
Ég: "þá förum við ekki mikið til Frakklands á morgun"
"hgjáá..."
Nú er bara að vona að "vinnufélaginn" finni númerið svo ég getir nú slappað smá af í Frakklandi.
Eftirfarandi samtal átti sér stað í vinnuni í gær:
"Simmi, hvenær eigum við að fara til Frakklands ?"
Ég: "þegar þú ert búinn að panta miðana"
"Eigum við að fara á morgun ?"
Ég: "Ef þú ert búinn að panta miðana, þá skulum við fara"
"ókey, þá ætla ég að panta miðana núna. Hvað er númerið sem maður pantar miðana ?"
Ég: "ég veit það ekki"
"oh, ekki ég heldur"
Ég: "þá förum við ekki mikið til Frakklands á morgun"
"hgjáá..."
Nú er bara að vona að "vinnufélaginn" finni númerið svo ég getir nú slappað smá af í Frakklandi.
þriðjudagur, janúar 02, 2007
Eva er komin heim !
Ég er hýr og ég er rjóður, Eva er komin heim.
Ég er glaður og ég er góður, Eva er komin heim
Kvíði mæð' og angist er, aftur vikið burt frá mér
því Eva er komin heim
Vetrarkvöld eitt þá fór hún Eva í fússi burt
Föl og hnípin eftir sat ég hér
En brennheitvar mín þrá, og býsn ég eltist þá
og brosið hvarf af andlitinu á mér
Ég er hýr og ég er rjóður.......
Loks í gær var drepið létt á dyr hjá mér
Drottinn minn og úti stóð hún Eva
Þó víða færir þú, þú varla fyndir nú
í veröldinni lukkulegri hjón
Ég er hýr og ég er rjóður...
Sigmar var alveg "ligeglad" þegar spúsa hans hún Eva kom heim fyrr í kvöld, eins og sést glögglega á myndinni hér fyrir ofan.
Ég er hýr og ég er rjóður, Eva er komin heim.
Ég er glaður og ég er góður, Eva er komin heim
Kvíði mæð' og angist er, aftur vikið burt frá mér
því Eva er komin heim
Vetrarkvöld eitt þá fór hún Eva í fússi burt
Föl og hnípin eftir sat ég hér
En brennheitvar mín þrá, og býsn ég eltist þá
og brosið hvarf af andlitinu á mér
Ég er hýr og ég er rjóður.......
Loks í gær var drepið létt á dyr hjá mér
Drottinn minn og úti stóð hún Eva
Þó víða færir þú, þú varla fyndir nú
í veröldinni lukkulegri hjón
Ég er hýr og ég er rjóður...
Sigmar var alveg "ligeglad" þegar spúsa hans hún Eva kom heim fyrr í kvöld, eins og sést glögglega á myndinni hér fyrir ofan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)