Rökfærsla HómersNúna um daginn var ég að horfa á þátt með Hómeri nokkrum Simpson frá Springfield í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir stórkostlegri röksemdafærslu hjá kappanum, sem lét mig skellihlæja í svona þrjú korter.
Þannig er með mál í vexti að Hómer ætlaði að verða ríkur af fitubransanum, þ.e. selja fitu. Nú fita er nú kannski á hverju strái en það er erfiðara að nálgast hana í sínu hreinasta formi, en Hómer deyr ekki ráðalaus.
Hann tók sig til að fór að steikja beikon í massavís, sem hann gaf síðan hundinum. Samtals tóks honum að vinna úr beikoninu 1 kíló af fitu, sem er nú þónokkuð.
Það er svo ekki að spyrja að því að hann fór með herlegheitin til fitukaupandans sem keypti alla fituna á 27 cent. Sjaldan hef ég séð Hómer jafn glaðan.
En þá hafði sonur hans, Bart, á orði að beikonið sjálft hefði kostað c.a. 27 Dollara.
Þá hófst röksemdarfærslan.
Bart:
"Hómer, þú veist að beikonið kostaði 27 dollara" Hómer:
"Hvað með það, það er mamma þín sem keypti það"Bart:
"já, en mamma fær peninginn frá þér"Hómer:
"já, og ég fæ peninginn fá fitu, hvað er vandamálið ?" Mig minnir að þetta hafi verið einhvernveginn á þessa leið. Hér má samt sjá glögglega gott dæmi um góða röksemd. Við ættum öll að taka okkur Hómer til fyrirmyndar.