föstudagur, janúar 13, 2006
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Heppinn !
Í gær fékk ég ókeybis bólusetningu gegn hettusótt. Þetta er sennilega það besta sem komið hefur fyrir mig á þessu glænýja ári og ég ætla rétt að vona að heppnin fylgi mér áfram líkt og í gær !
Annars er það í öðrum fréttum að ég sit og blogga upp í skóla núna tuttugu mínótur í níu, af því að ég mætti klukkan átta þegar ég átti að mæta klukkan tíu.
Svona leikur nú lukkan við mig !
Í gær fékk ég ókeybis bólusetningu gegn hettusótt. Þetta er sennilega það besta sem komið hefur fyrir mig á þessu glænýja ári og ég ætla rétt að vona að heppnin fylgi mér áfram líkt og í gær !
Annars er það í öðrum fréttum að ég sit og blogga upp í skóla núna tuttugu mínótur í níu, af því að ég mætti klukkan átta þegar ég átti að mæta klukkan tíu.
Svona leikur nú lukkan við mig !
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Hot or not, flugvellir og nornir
Það er einstaklega skemmtilegt þegar maður er að verða veikur, þegar manni er ískalt jafnvel þó manni sé sjóðandi heitt.
Þannig leið mér í gærkvöldi og svo um nóttina sem leið.
Það var samt bara mjög gaman, mig dreymdi endalaust um einhverja flugvelli og svo nornina Granny Weatherwax úr bókinnu "Equal rites" eftir Terry Pratchet, frekar súr draumur en áhugaverður engu að síður.
Granny Weatherwax stóð svo aldeilis fyrir sínu í draumnum í gær, enda hafa nornir haft gott orð á sér fyrir að krydda upp drauma sem þær taka þátt í, jafnvel þó svo að flugvellir eigi í hlut.
Það er einstaklega skemmtilegt þegar maður er að verða veikur, þegar manni er ískalt jafnvel þó manni sé sjóðandi heitt.
Þannig leið mér í gærkvöldi og svo um nóttina sem leið.
Það var samt bara mjög gaman, mig dreymdi endalaust um einhverja flugvelli og svo nornina Granny Weatherwax úr bókinnu "Equal rites" eftir Terry Pratchet, frekar súr draumur en áhugaverður engu að síður.
Granny Weatherwax stóð svo aldeilis fyrir sínu í draumnum í gær, enda hafa nornir haft gott orð á sér fyrir að krydda upp drauma sem þær taka þátt í, jafnvel þó svo að flugvellir eigi í hlut.
mánudagur, janúar 09, 2006
Alvara lífsins tekur við
Þá er maður formlega byrjaður í skólanum aftur eftir smá hlé. Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að mæta aftur, viljinn til þess að liggja og kúra aðeins lengur en maður má er alveg ótrúlegur.
En sem betur fer þá tókst manni ekki að sannfæra sjálfan sig um ágæti þess að sofa aðeins lengur, heldur þá reif maður sig upp og mætti í skólann, hýr á brá í svaka stuði !
Stemmingin fyrir utan Háskólann á Akureyri var eitthvað á þessa leið í morgun, enda voru allir svaka glaðir við að mæta aftur í skólann.
Þá er maður formlega byrjaður í skólanum aftur eftir smá hlé. Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að mæta aftur, viljinn til þess að liggja og kúra aðeins lengur en maður má er alveg ótrúlegur.
En sem betur fer þá tókst manni ekki að sannfæra sjálfan sig um ágæti þess að sofa aðeins lengur, heldur þá reif maður sig upp og mætti í skólann, hýr á brá í svaka stuði !
Stemmingin fyrir utan Háskólann á Akureyri var eitthvað á þessa leið í morgun, enda voru allir svaka glaðir við að mæta aftur í skólann.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)