laugardagur, mars 29, 2003
Fjórir dagar, það gerist vart betra en það.
Halló mamma :) ég er koma til Akureyris í dag.
Jesssörí Bob, norðanmenn meiga fara að vara sig því drengurinn knái að austan, sem á ættir sínar að rekja norður í Eyjafjörðinn, er að fara að legga leið mína norður til Akureyris. Planið er víst þannig að, hitta mömmu og borða, hitta félaga og fara á fyllerí síðan á morgun verður farið í heimsóknir, til ömmu og svoleiðis. Þannig að ég á góðan dag fyrir höndum. Ég fer fljúgandi (keyri ekki eins og sótsvartur almúginn) þannig að ég haf smá tíma í Reykjavík til að hitta Brynjar Einarsson Aðfangameistara. Það er góður félagi, sleppir matatímanum til að getað náð í mig á völlinn og fara að brasa. Semsagt ágætis mission fyrir höndum næstu 48 tímana, bara að maður nýti þá vel.
Halló mamma :) ég er koma til Akureyris í dag.
Jesssörí Bob, norðanmenn meiga fara að vara sig því drengurinn knái að austan, sem á ættir sínar að rekja norður í Eyjafjörðinn, er að fara að legga leið mína norður til Akureyris. Planið er víst þannig að, hitta mömmu og borða, hitta félaga og fara á fyllerí síðan á morgun verður farið í heimsóknir, til ömmu og svoleiðis. Þannig að ég á góðan dag fyrir höndum. Ég fer fljúgandi (keyri ekki eins og sótsvartur almúginn) þannig að ég haf smá tíma í Reykjavík til að hitta Brynjar Einarsson Aðfangameistara. Það er góður félagi, sleppir matatímanum til að getað náð í mig á völlinn og fara að brasa. Semsagt ágætis mission fyrir höndum næstu 48 tímana, bara að maður nýti þá vel.
Fjórir dagar, það gerist vart betra en það.
Það var föstudagsfjör í gær.
Að vanda var föstudagur Bóndans stútfullur af stuði og skemmtun. Eftir vinnu var elduð sannkölluð "gourmet" máltið sem samanstóð af Ora fiskbúðing og Ora bökuðum baunum. Þetta er samsetning sem getur bara ekki klikkað, enda gerði hún það ekki. Eftir "vel" útlátna máltið var imbinn tekinn fyrir í svona hálftíma, þá var staðið upp og farið með bílinn í viðgerð, á ótilgreindum stað. Það er nefninlega góður maður sem ætlar að hjálpa mér að hjúkra að greyið bílnum mínum svo ég þurfi ekki að fara með hann verkstæði. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er bíllin minn nefninlega Mustang, eða kannski er betra að segja freðmýra Mustang. Eftir það allt saman var haldið í Faxatröðina á nýjan leik, nema ekki í kjallarann minn, heldur í Partý búlluna hans Gazza . Þar voru samankomnir starfsmenn flugfélags íslands á Egilsstöðum til að spila partý spilið. Það gekk alveg ágætlega, þrátt fyrir að öldungaliðið hafi svindlað gríðarlega með einhverskonar handabendingum og dulmáli, sem einungis menn á fertugsaldri eða ofar skilja, þannig að ég og Davíð félagi minn gripum til örþrifaráða til að sporna við þessari þróun. Þannig að við fórum að beita sömu aðferðum, handabendingar og dulmál, nema hvað að við beittum líkamlegri snertingu líka. Upp kom spurning sem var eitthvað á svo hljóðandi "eftir hvað mörg stig gefst uppgjafarétturinn til mótherjans í borðtennis" Davíð vissi svarið (enda var það fyrir framan hann) en ég ekki. Davíð tók vel eftir að ég hafði ekki hugmynd um það, þannig að hann læddi fót sínum að læri mínu og snerti mig lauflétt fimmi sinnum, sem var rétta svarið. Enginn tók eftir neinu en menn voru mjög undrandi á skyndilegri vitrun minni, en gátu ekkert sannað. En það dugði víst ekki til, þar sem þeir gömlu svinduðu mun meira en við og hirtu þar af leiðandi sigurinn af okkur. Mjög svekkjandi en þetta var samt skemmtileg og ódrengileg keppni, vonandi halda leikar áfram síðar svo við "strákarnir" getum tekið gömlu kallana í bakaríið.
Það var föstudagsfjör í gær.
Að vanda var föstudagur Bóndans stútfullur af stuði og skemmtun. Eftir vinnu var elduð sannkölluð "gourmet" máltið sem samanstóð af Ora fiskbúðing og Ora bökuðum baunum. Þetta er samsetning sem getur bara ekki klikkað, enda gerði hún það ekki. Eftir "vel" útlátna máltið var imbinn tekinn fyrir í svona hálftíma, þá var staðið upp og farið með bílinn í viðgerð, á ótilgreindum stað. Það er nefninlega góður maður sem ætlar að hjálpa mér að hjúkra að greyið bílnum mínum svo ég þurfi ekki að fara með hann verkstæði. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er bíllin minn nefninlega Mustang, eða kannski er betra að segja freðmýra Mustang. Eftir það allt saman var haldið í Faxatröðina á nýjan leik, nema ekki í kjallarann minn, heldur í Partý búlluna hans Gazza . Þar voru samankomnir starfsmenn flugfélags íslands á Egilsstöðum til að spila partý spilið. Það gekk alveg ágætlega, þrátt fyrir að öldungaliðið hafi svindlað gríðarlega með einhverskonar handabendingum og dulmáli, sem einungis menn á fertugsaldri eða ofar skilja, þannig að ég og Davíð félagi minn gripum til örþrifaráða til að sporna við þessari þróun. Þannig að við fórum að beita sömu aðferðum, handabendingar og dulmál, nema hvað að við beittum líkamlegri snertingu líka. Upp kom spurning sem var eitthvað á svo hljóðandi "eftir hvað mörg stig gefst uppgjafarétturinn til mótherjans í borðtennis" Davíð vissi svarið (enda var það fyrir framan hann) en ég ekki. Davíð tók vel eftir að ég hafði ekki hugmynd um það, þannig að hann læddi fót sínum að læri mínu og snerti mig lauflétt fimmi sinnum, sem var rétta svarið. Enginn tók eftir neinu en menn voru mjög undrandi á skyndilegri vitrun minni, en gátu ekkert sannað. En það dugði víst ekki til, þar sem þeir gömlu svinduðu mun meira en við og hirtu þar af leiðandi sigurinn af okkur. Mjög svekkjandi en þetta var samt skemmtileg og ódrengileg keppni, vonandi halda leikar áfram síðar svo við "strákarnir" getum tekið gömlu kallana í bakaríið.
föstudagur, mars 28, 2003
Heilir þrír dagar í röð gott fólk ! þrír dagar.
Ég upplifði merkilegan dag í gær. Dagurinn einkenndist þó aðallega af sakamáli sem spratt upp kollinum á milli 18:40 - 19:00 í gær. Það vildi nefninlega svo merkilega til að handtösku starfsfélaga míns var hnuplað í gær, beint fyrir framan nefið á okkur ef svo mætti segja. Atvikið sem átti sér stað á vinnustað mínun, Ríkisútvarpinu á Austurlandi, koma alveg flatt upp á okkur, enda vorum við ekki í nema svona 8 - 10 metra fjarlægð frá handtöskunni miklu (að vísu var hún í hvarfi frá okkur). Þetta atvikaðist þannig að starfsfélagi minn var búinn að gera allt klárt fyrir heimferð, ganga frá skrifstofunni sinni, taka saman persónulegar eigur osfv. Félagi þessi lagði svo handtöskuna títtnefndu upp á borðið hjá andyrinu og leit við inn í útsendingu, fylgdist með í röskar 20 mínótur eða svo. Að útsendingu lokinni var slegið létt á lær og hópurinn var tilbúinn til brottfarar, en það var eitthvað sem vantaði.... TASKAN. Á þessum 20 mínótun hafði óprúttinn aðili læðst inn í útvarp, (þurfti meira að sega að opna dyr til þess) seilst í töskuna og numið hana á brott. Um leið og allt þetta uppgvötaðist, var farið að leita af vitnum, hringt í lögreglu og vettvangur einangraður. Eftir um 2 tíma rannsóknarvinnu og vettvangskannanir var haft upp á kauða, menn sleppa ekki svo auðveldlega frá starfsfólki RUV. Taskan góða var heimt úr helju og óprúttna aðilanum var komið hendur laganna varða. Eins og sést þá borga glæpir sig ekki og menn ættu að skammast sín á því einu saman að hugsa um að fremja svona ódæðisverk ! En hið góða sigrar ávallt að lokum á meðan hinir ópruttnu sauðir sitja í súpunni.
Glæpir borga sig ekki !
Ég upplifði merkilegan dag í gær. Dagurinn einkenndist þó aðallega af sakamáli sem spratt upp kollinum á milli 18:40 - 19:00 í gær. Það vildi nefninlega svo merkilega til að handtösku starfsfélaga míns var hnuplað í gær, beint fyrir framan nefið á okkur ef svo mætti segja. Atvikið sem átti sér stað á vinnustað mínun, Ríkisútvarpinu á Austurlandi, koma alveg flatt upp á okkur, enda vorum við ekki í nema svona 8 - 10 metra fjarlægð frá handtöskunni miklu (að vísu var hún í hvarfi frá okkur). Þetta atvikaðist þannig að starfsfélagi minn var búinn að gera allt klárt fyrir heimferð, ganga frá skrifstofunni sinni, taka saman persónulegar eigur osfv. Félagi þessi lagði svo handtöskuna títtnefndu upp á borðið hjá andyrinu og leit við inn í útsendingu, fylgdist með í röskar 20 mínótur eða svo. Að útsendingu lokinni var slegið létt á lær og hópurinn var tilbúinn til brottfarar, en það var eitthvað sem vantaði.... TASKAN. Á þessum 20 mínótun hafði óprúttinn aðili læðst inn í útvarp, (þurfti meira að sega að opna dyr til þess) seilst í töskuna og numið hana á brott. Um leið og allt þetta uppgvötaðist, var farið að leita af vitnum, hringt í lögreglu og vettvangur einangraður. Eftir um 2 tíma rannsóknarvinnu og vettvangskannanir var haft upp á kauða, menn sleppa ekki svo auðveldlega frá starfsfólki RUV. Taskan góða var heimt úr helju og óprúttna aðilanum var komið hendur laganna varða. Eins og sést þá borga glæpir sig ekki og menn ættu að skammast sín á því einu saman að hugsa um að fremja svona ódæðisverk ! En hið góða sigrar ávallt að lokum á meðan hinir ópruttnu sauðir sitja í súpunni.
Glæpir borga sig ekki !
fimmtudagur, mars 27, 2003
Tveir dagar í röð á blogginu ! þetta er náttúrulega gríðarleg harka af manni að standa í þessu öllu saman, ég meina, ég er að setja met !!! Takið eftir því MET ! En nóg um minn gríðarlega dugnað í hinum stafræna heimi. Það ku nú víst vera menningarferð á næsta leyti á vegum Menntaskólans á Egilsstöðum, eða frekar á vegum nemendafélagsins. Höfuðstaður norðurlands varð fyrir valinu þetta skiptið (Akureyris), en ég veit ekki hvort ég geti lagt land undir fót, þarf að laga Löduna mína, en ég nenni því ekki og langar miklu meira að fara norður og hitta mömmu og litlu frænku. Það er spurning hvað verður fyrir valinu.
miðvikudagur, mars 26, 2003
Þá er það að fara að opna hugan gagnvart öllum heiminum, allir sem vettlingi geta valdið komast að mínum innstu hugarórum og kenndum, það er ekkert sem ég get gert í því nema að loka huganum og binda fyrir augun, loka mig inni... en ég vil það ekki, ég vill vafra frjáls um hina æðisgengnu netmiðla alheimsins, koma öllu á annan endan sem fyrst ! ég vill Sigra !!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)