miðvikudagur, september 07, 2005

Frávik ?

í dag var rætt um staðalfrávik í aðferðarfræði, mér til mikillar ánægju. Eftir að fyrsta dæmið kom upp á töfluna lak eitt tár niður kinnina á mér, í ljósi þess að ég skildi lítið sem ekki neitt.

Einhver benti mér á að ég hefði átt að hafa lært þetta í menntaskóla, en ég kannast enganveginn við það. Sökinni verður þar af leiðandi alfarið komið á Menntaskólann á Egilsstöðum ef ég fell í þessu fagi.

þriðjudagur, september 06, 2005

Stór mistök !

Ég og títtnefndur Steffen félagi minn frá Þýskalandi höfum verið að ræða dálítið um vin okkar David nokkurn Hasselhoff í nokkurn tíma og hafa verið ófáar pælingarnar um kallinn. En þannig vildi til fyrir nokkrum dögum, þegar við vorum að skiptast á aðdáðun okkar á Davíð í tölvupóstssendingum, þá sendi ég staðreynda villu til Steffens, sem hann leiðrétti snarlega.

Hér að neðan kemur brot úr tölvupóstssamskiptum okkar sem urðu í kjölfar myndar sem Steffen sendi mér, sem glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir.

Hér er svar mitt við myndinni sem Steffen sendi mér:

You know what I like ! :-)

David Knight !
Micth Buchanon

DAVID HASSELHOFF = My HERO !

Cheers!

Sigmar

p.s. I got a bonus when I saw the picture !


Svo kemur svar Steffens:

Big misstake, Sigmar!

MICHAEL KNIGHT!!!

Steffen


Það er gott að hafa vini sem eru með þetta allt á hreinu !


David hefur efni á smá glotti þessa dagana, enda er hann búinn að brenna á vörum manna síðastliðin misseri.

mánudagur, september 05, 2005

Mánudagur

Það fer víst ekki á milli mála að í dag er mánudagur. Af því má gera ráð fyrir að í gær hafi verið sunnudagur.

Merkilegt !