miðvikudagur, október 10, 2007

Aðalmaðurinn er kominn á Internetið

Í tilefni af því að stóri bróðir sé kominn með heimasíðu, þá langar mig endilega að benda lesendum á hana og hvetja þá til að líta inn og skoða herlegheitin.

Á síðunni er meðal annars að finna myndir af skipum og togurum en það er eitt helsta áhugmál bróður míns, en hann er svokallað skipanörd. Einnig er að finna fjölskyldu myndir og ég býst við því að félaginn setji inn drykkjumyndir síðar meir. Einnig er þar að finna myndir af Sunnuhlíðar flotanum en sú útgerð er í miklum blóma, svo miklum að búast má við kvóta árið 2011.

Nú er bara málið að skoða og forvitnast um líf Brynjars Arnarssonar, skipanörds, áhuga trillukarls, sjómanns og föðurs.

Hér er síðan: www.123.is/binni


Hér sjást bræðurnir Sigmar og Brynjar á góðri stundu á Laxa II sem er minni báturinn í Sunnuhlíðarflotanum.