fimmtudagur, september 29, 2005

Brautarhóll online ?

Baráttan er hafin !

Sigmar Bóndi vs. IBM laptop

Ekki missa af stærsta bardaga ársins þegar Sigmar glímir við fartölvuna sína um netsamband ! Sigmar vill ólmur koma Brautarhóli online en IBM gerir allt sem í hans valdi stendur svo það gerist ekki. Æsispennandi keppni um blóð, svita og wireless connection.

(ath. þessi færsla er rituð í tölvuveri Háskólans á Akureyri)

mánudagur, september 26, 2005

Ég er klukkaður !

Ja hérna hér, þá er bara búið að klukka mann á internetinu, sem þýðir í stuttu máli að ég á að segja einhver 5 persónuleg atriði um sjálfan mig, svo alþjóð fái að vita. Það er svo sem hið minnsta mál, það er bara spurning hvort lesendur hafi maga í það. En mig langar að þakka Finni Torfa sérstaklega fyrir að koma þessari kvöð yfir á mig.

1. Ég heiti Sigmar Arnarsson og er meyja, ég var aldrei hrifin af því í æsku og öfundaði frændur mína tvo mjög af því að vera ljón.

2. Ég er nautnaseggur og fer ákaflega mjúkum höndum um sjálfan mig, til dæmis má nefna að ég er einstaklega góður í rökfærslu við sjálfan mig á morgnana þegar ég heyri að úti hvíni napur vindur... þá heillar rúmið meira.

3. Í beinu sambandi við nautnaseggs yfirlýsinguna þá er skemmst frá því að segja að ég er alveg rosalega latur oft á tíðum.

4. Ég hef komið til afríku, nánar tiltekið Marakkó, og borðað þar dýrindis kjúkling, þrátt fyrir að u.m.þ.b. milljón viðvörunarbjöllur hafi hringt í hausnum á mér varðandi hreinlæti staðarins og ástands kjúklingsins... En ég var svangur.

5. Ég hef aldrei lýst því yfir að hætta að drekka, þrátt fyrir margann og misslæman þynnkudaginn, það er betra að lýsa ekki neinu yfir sem maður veit að kemur aldrei til með að standa.

Jæja, þar hafið þið það, vonandi vitið þið meira um mig sjálfan í dag en í gær. En svona til gamans þá langar mig að "klukka" Garðar Val, Ingólf Friðriksson, Jón Heiðar og Björn Bjarnason. Og hana nú !