laugardagur, september 27, 2003

Ó já...

Alltaf í stuði, þarf að vísu að reyna að laga stafina, svo virðist sem að íslensku stafirnir virka ekki, ég veit ekki afhverju en ég mun reyna að komast að rót vandans og laga það ! Annars er allt fínt að frétta... er að fara niðrá Djúpavog á Stefánskvöld að taka eitthvað upp þar fyrir Rúv, þannig að það lýtur út fyrir að ég fari ekki á ball í kvöld... ójæja, það verður bara að hafa það, en að vísu þá get ég horft á Charlton - Liverpool á morgun í fullkomnu ástandi og fylgst glögglega með framvindu mála þar.

Bið að heilsa í bili...

miðvikudagur, september 24, 2003

Úff...

Jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að endurnýja bloggið sitt... nú er maður kominn með nettengingu heim og svoleiðis. í þetta skiptið verður keyrt áfram á fullum hraða og ekkert gefið eftir ! Ég mun gera þessa bloggsíðu að þeirri vinsælustu á Íslandi, ef ekki heiminum ! og hana nú.

En þetta er bara byrjunin á nýju lífi, líf sem mun slá gjörsamlega í gegn, heimurinn mun nötra undan mínum hugsunum og að endanum verða á mínu valdi !

Nóg um það.

Mæli með nýja Iron Maiden disknum, The dance of death og nýju Chemical Brothers smáskífunni.

Sigmar Bóndi rís aftur !