mánudagur, apríl 02, 2007

Apríl byrjar vel

Mig langar að biðja lesendur að athuga sérstaklega vel dagsetninguna á færlsunni sem var skráð hérna á undan þessari, sérstaklega ef fólk vill ekki hlaupa þann fyrsta apríl.

Annars var frekar leiðinlegt að geta ekki séð viðbrögð fólks í gegnum athugasemdadálk. Siggi Sindri óskaði mér sérstaklega til hamingju með gabbið og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það.

En til að forðast allan misskilning, þá er Eva vel frísk (ekki ófrísk). Hún er meira að segja það frísk að ég er byrjaður að hafa áhyggjur af litlu "körlunum" mínum.


Eva er að vanda frísk, eins og sést hér á þessari mynd. Eva er svo frísk að hún er í engum vandræðum með að torga einni langloku frá Mati og mörk með gulum miða.

sunnudagur, apríl 01, 2007

Fjölgun í fjölskyldunni

Þá er víst komið að því...

Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir sem ég færi þeim sem lesa þessa síðu en það er víst komið í ljós að við eigum von á litlu kríli á næstunni :-)

Aðdragandinn að þessu hefur verið nokkuð langur en þetta er orðið ljóst hjá okkur núna. Auðvitað getur maður ekki sagt annað nema að maður sé svolítið montinn, enda hefur manni farið að lengja í eitt kríli í þónokkurn tíma :-)

En allavegana, þá er þetta komið í ljós og við tvö erum alveg rígmontin ! Það er bara svo erfitt að koma orðum að þessu að það er alveg ólýsanlegt !!!


Elskan tekur sig vel út með litlu frænku sína, nú er bara að bíða eftir sínu eintaki
Við erum á internetinu !


Frændsystkinin og Eva eru gríðarlega hress og kjósa greinilega vinstri flokk !
Anna & Emmi á internetinu

Systkinin eru komin á internetið !


Eru þau ekki sæt ?