mánudagur, ágúst 23, 2004
Réttar eða Rangar áherslur ?
Ég var á internetinu núna í morgun, og rambaði inn á útlenska síðu sem ég fann með hjálp google leitarvefsins. Á þessari síðu er kort af íslandi sem er svo sem ekkert frásögum færandi nema hvað, að Þetta kort af íslandi er svoltið skrýtið. Ef þið skoðið kortið nánar, þá sýnir það "helstu" staði landsins, ef frá er talið austurland, eða öllu heldur Norðausturland. Á norðausturhluta kortsins eru skráðir inn tveir staðir, tveir staðir af öllu norðausturlandi. Eins og glögglega má sjá hér þá eru þessir staðir ekki þessir "venjulegu" staðir sem þú setur á kort. En með fullri virðingi fyrir Njarðvík og Húsavík eystri, þá eru þetta ekki samt staðir sem þú setur inn á kort til þess að auðkenna norðausturhorn íslands.
Ætli landmælingar viti af þessu ?
Dæmi hver um sig.
Ég var á internetinu núna í morgun, og rambaði inn á útlenska síðu sem ég fann með hjálp google leitarvefsins. Á þessari síðu er kort af íslandi sem er svo sem ekkert frásögum færandi nema hvað, að Þetta kort af íslandi er svoltið skrýtið. Ef þið skoðið kortið nánar, þá sýnir það "helstu" staði landsins, ef frá er talið austurland, eða öllu heldur Norðausturland. Á norðausturhluta kortsins eru skráðir inn tveir staðir, tveir staðir af öllu norðausturlandi. Eins og glögglega má sjá hér þá eru þessir staðir ekki þessir "venjulegu" staðir sem þú setur á kort. En með fullri virðingi fyrir Njarðvík og Húsavík eystri, þá eru þetta ekki samt staðir sem þú setur inn á kort til þess að auðkenna norðausturhorn íslands.
Ætli landmælingar viti af þessu ?
Dæmi hver um sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli