Stórleikur á morgun laugardag kl 12:45 þegar Manchester United kemur í heimsókn á Anfield. Ég býst við að þetta verði alveg stórskemmtilegur leikur sem endar vafalaust með sigri rauða hersins. Í raun er ekkert annað ásættanlegt, því annars fer ég í mikla fílu og verð ekki viðræðuhæfur næstu daga.
Við skulum svo öll standa saman og halda með Liverpool svo hinn ungi Shaun O´Nielsen verði ekki fyrir vonbrigðum.
Áfram Liverpool !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli