sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég er flottur !


Ég er bara mikill kappi í warcry spilinu !

En þrátt fyrir það, þá er ég að fara út á morgun, fyrst til Köben, verð þar í nokkra tíma, svo ég skrepp í bæinn og fæ mér nokkrar bollur. Um kvöldið þá fer ég til Berlín og gisti þar yfir nóttina. Múrinn sjálfur er víst í göngufæri frá gistiheimilinu, þannig að maður á eftir að kíkja á hann og syngja Nallan. Á þriðjudagsmorguninn þá fer ég til Riga og allt verður geggjað.

Þannig að eftir þessa færslu þá verða allar aðrar skrifaðar með leiðinlegum útlenskum stöfum, en þið verðið bara að sætta ykkur við það !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli