miðvikudagur, september 07, 2005

Frávik ?

í dag var rætt um staðalfrávik í aðferðarfræði, mér til mikillar ánægju. Eftir að fyrsta dæmið kom upp á töfluna lak eitt tár niður kinnina á mér, í ljósi þess að ég skildi lítið sem ekki neitt.

Einhver benti mér á að ég hefði átt að hafa lært þetta í menntaskóla, en ég kannast enganveginn við það. Sökinni verður þar af leiðandi alfarið komið á Menntaskólann á Egilsstöðum ef ég fell í þessu fagi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli