mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafrí

Ég get ekki sagt að páskafríið hafi farið eins og það átti að fara, sérstaklega ekki laugardagurinn og sunnudagurinn.

Eftir miklar vangaveltur var ákveðið á laugardeginum að taka þá pólitísku ákvörðun að fara ekki að læra, heldur vakna seint og flatmaga fyrir framan sjónvarpið. Að vísu neyddist ég að fara í buxur fyrir rest því ég mæli mér mót við fjóra útlendinga niðrí bæ. Þar var sötrað kaffi og svo farið og horft á samhliða svig í gilinu.

Sunnudagurinn var ekkert skárri. Þó var gerð heiðarleg tilraun til náms en hún fór auðvitað forgörðum.

Ég er búinn að komast að því að það er ekki hægt að klára verkefni í skólanum tímanlega, ég verð að bíða með þangað til á seinasta sjéns.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli