mánudagur, janúar 07, 2013

Þrettándinn

Fínasti sunnudagur í gær. Slappaði vel af fyrir hádegi með góðum morgunmat a la Eva, pönnukökur og læti. Annars var þetta rólyndisdagur, fór á gönguskíði fyrir þrettándagleði. Tók venjulegan rúnt heimanfrá til Håkøybotn snuplass. Í þetta fóru 44 mínútur með spjalli. Hitti Lenu og Gauta á leiðinni, varð að sjálfsögðu að spjalla smá.

Svo var það þrettándagleði íslendingfélagsins hér í Tromsö. Ég og Villi lékum jólasveina. Það er alltaf gaman að leika jólasveina, þrátt fyrir mikil átök. Maður verður frekar sveittur eftir þetta enda er búningurinn hlýr og góður. Ekki skemmir fyrir að skeggið sé á við fjóra trefla. En þetta er samt alltaf gaman.

Kvöldið endað með mynd, the Looper. Mér fannst hún fín, fær 7/10 frá mér. Skemmtilega framtíðarmynd með Bruce Willis, sem er reyndar ekki í aðalhlutverki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli