mánudagur, apríl 07, 2003

Núna ertu hjá mér...

Ég var að hlusta á lagið "Draumur um Nínu" og fann, eftir því hve lagið stigmagnaðist, hversu mikið einmannaleikinn hrundi svoleiðis yfir mig, ég var bókstaflega kominn með tárin í augun. Þetta er magnað lag. Annars líður mér ágætlega, átti fína helgi (dálítið slappur eftir hana að vísu), var að klára Þykkmjólk með karamellubragði (sem bragðaðist mjög vel) og er að klippa saman Samfés þátt, sem að þessu sinni verður sendur út frá Hornafirði. Annars er lítið að frétta, helgin var tíðindamikil og skemmtileg en það er svo sem ekki frásögum færandi. kannski seinna

...Nína

Engin ummæli:

Skrifa ummæli