fimmtudagur, október 02, 2003

Æææjææ...

Guð minn góður ! Ég er með svo mikla strengi að ég er að deyja... Ég asnaðist á Bandýæfingu á Þriðjudaginn (nota bene, það er Fimmtudagur í dag) og ég er gjörsamlega að deyja. Þegar ég sest niður þá koma stunur úr mér eins og úr sextugum manni... Ekki gott. Þetta er svoldið skrýtið, því ég var fínn í gær, daginn eftir æfingarnar. Hér með sannast það að ég er virkilega "slow" persóna, átta mig einu sinni ekki á því að ég sé með strengi, fyrr en eftir tvo daga... Guð minn góður.

Já það er oft slegið á létta strengi... ha ha ha

Engin ummæli:

Skrifa ummæli