miðvikudagur, september 24, 2003

Úff...

Jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að endurnýja bloggið sitt... nú er maður kominn með nettengingu heim og svoleiðis. í þetta skiptið verður keyrt áfram á fullum hraða og ekkert gefið eftir ! Ég mun gera þessa bloggsíðu að þeirri vinsælustu á Íslandi, ef ekki heiminum ! og hana nú.

En þetta er bara byrjunin á nýju lífi, líf sem mun slá gjörsamlega í gegn, heimurinn mun nötra undan mínum hugsunum og að endanum verða á mínu valdi !

Nóg um það.

Mæli með nýja Iron Maiden disknum, The dance of death og nýju Chemical Brothers smáskífunni.

Sigmar Bóndi rís aftur !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli