þriðjudagur, janúar 27, 2004

Kría...

� dag, sem og aðra daga, þá var ég búinn í vinnuni hjá Flugfélagi �slands kl 13:30. Það er svo sem ekkert frásögum færandi, nema það að þegar ég kem mér heim og er búinn að éta, þá virðist sem að það gjörsamlega slökkni á mér. Það felst í því að ég næ svo góðri slökun á þessum tveim tímum áður en ég mæti í vinnuna hjá Rúv að ég sofna alltaf á þessu tímabili.

Margir velta eflaust því fyrir sér afhverju ég vel þetta umfjöllunarefni í dagbókarfærslu dagsins. �stæðan er sú að mér þykir einstaklega erfitt að vakna á morgnana, eða bara að vakna yfir höfuð. Þannig að ég er bara að kveinka mér yfir því að sofna á þessu tiltekna tímabili á milli þess sem að ég mæti í vinnu... eftir að ég sofna á daginn þá er restin alveg ónýt !

Þannig að mín viskuorð til ykkar, lesendur góðir, eru að forðast það að leggja ykkur á daginn. Nýtið tíman að deginum til að gera eitthvað uppbyggilegt, en sofið á nóttunni !

Þessi tilgangslausa og langa dagbókarfærsla er í boði Sigga, sem sefur vært á nótinni og vinnur á daginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli