sunnudagur, janúar 25, 2004

Gakk fram og et þitt ket !

Þorrablóts season 04 er n? yfirstandandi og margir hverjir blóta þorra með ýmsum hætti. Sjálfur blótaði ég þorra á þann hátt að heimsækja Seyðisfjörð heim, við mikinn fögnuð heimamanna. En þar sem ég státa ekki af sjálfrennireið sem er í ökuhæfu ástandi, þá þurfti ég að leigja eitt stykki frá Bílaleigu flugleiða Hertz. Mörgum þykir eflaust mikið um það og telja að illa sé farið með fé í svoleiðis leigu, en það er skemmst frá því að segja að ég nýt sérkjara í sambandi við leigur sem þessar, sem starfsmaður Flugfélags �slands. Nógg um það.

Nú af blótinu að segja þá gekk það prýðisvel. Skemmtiatriðin voru af bestu sort, sem og maturinn. Þar sem ýtt var undir áfengisdrykkju þá lét ég ekki mitt eftir liggja og kláraði pelann minn... og er að kljást við afleiðingarnar einmitt nú í augnablikinu. Stórfínt og skemmtilegt.

Drekk þínna mysu !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli