sunnudagur, febrúar 01, 2004

Er internetið að koma til ???

Svo virðist sem að ég sé búinn að koma þessu títtnefnda interneti í skilning um það að íslenskir stafir virka alveg á internetinu. Eftir miklar rökræður við internetið, þá tókst mér að sýna fram á það að stafinrir Ð Þ Ó Á Í Ú Ý Æ Ö séu alveg jafngóðir og þeir útlensku stafir sem eru til boðstóla á internetinu.

Eftir langan og strangan pistil, sem var samin af Póstmeistara ríkissins, þá lét netið deigan síga, eftir að okkur tókst að sýna fram á það að Netið styður íslenskar síður að ýmsu tagi. Þar má helst nefna síður á borð við siggi.is og segull.is. Þessar tvær síður urðu þungamiðja í röksemdarfærslu Póstmeistara ríkissins, sem er einmitt Siggi, sem heldur út heimasíðunni siggi.is

Það er ekki frekari sögum að segja frá því nema hvað að ég hef unnið mikið frumkvöðlastarf í þágu íslenska almúgans sem stendur í ævarandi þakkarskuld við Tæknitröllið sjálft.

Þeim sem langar að sýna þakkir sínar í verki eru bent á kjörbókarreikning 267607 í landsbankanum á Akureyri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli