fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Létt og laggott

Eins og lesendir Heimsins í hnotskurns hafa eflaust tekið eftir þá hafa síðustu færslur í blogginu verið frekar stuttar. Það má rekja beint til niðurskurðar í heilbrigðisskerfinu, þar sem puttar tröllsins hafa ekki þá tryggingu lengur sem þeir höfðu.

En í ljósi þess að þessi niðurskurður á heilbrigðissviðinu mun ekki hafa bein áhrif á ritunarfærni og heilastarfsemi tröllsins, þá mun höfundur Heimsins í hnotskurns halda ótrauður áfram í skrifum sínum í nákominni framtíð.

Þess má nú þá geta að þessi dagbókarfærsla var, eins og Pétur Guðmundsson myndi segja, "Gjörsamlega" tilgangslaus, þar sem seinni dálkurinn stangast á við hinn, sem og að sá þriðji (þessi sem er verið að lesa núna) fer í að útskýra tilgangsleysi færslunar, sem gerir þetta að algjörum farsa með tilgangslausum upplýsingum.

Orð dagsins er "Öfugmæli". Ég mæli með því að fólk fletti því orði upp í orðabók og velti fyrir sér merkingu þess.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli