mánudagur, júlí 19, 2004

Bandý Brjálæði í Banastuði

Núna um síðust helgi var haldið íslandsmeistaramót í Bandý hér á Egilsstöðum um helgina og að sjálfsögðu tók ég þátt, enda frægur fyrir að vera Bandý Bandítí.  Að sjálfsögðu stóð ég undir nafni og sýndi andúð mína á "alltof góðu mönnunum" með því að tækla kolólega.  Ég biðst samt fyrirgefningar á þessu athæfi mínu, þótt það hafi verið alveg einstaklega fyndið.  Auðvitað gekk mínu liði umf Þristur, ekki sem skildi og við unnum ekki leik, en við vorum með, það er það sem skiptir máli.  Ég var í marki allan tíman, en skoraði eitt glæsilegt mark á móti "Utah" eða "fellbæingaliðunu" eins og þeir voru nú kallaðir. Þannig að ég fór sáttur heim, eftir frækilega framgöngu á íslandsmeistaramóti alheimsins.



Hér má sjá lið fellbæinga í miklum ham, en nokkrum andartökum síðar skoraði Sigmar Bóndi fallegasta mark mótsins.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli