miðvikudagur, júlí 28, 2004

Google er merkilegt fyrirbæri.

Það má með sanni segja að töfrar internetsins tengi saman ólíka menningarheima jarðarinna með aðgengi sínu að víðförlu upplýsinganeti sínu á þessum stafrænu dögum veraldinnar. Eftir að ég sló upp leitarorðinu "Sigmar" á Google leitarvélinni, þá komst ég í samband við nafna minn í Ghettóhverfum í henni stóru Ameríku. Þetta þykja miklar gleðifregnir, enda ekki mikið um góða "Sigmara" á hverju strái. Sigmar hinn Ameríski fagnaði mjög fregnum þess efnis að svo mjög gervilegur maður á Íslandi skyldi halda uppi heiðri "Sigmarsins" og hyggst kynna "Sigmarinn" þann íslenska í Ameríku. Þegar er búið að hafa samband við auglýsingastofu AT&T vegna verkefnissins.


Hér má sjá hinn Ameríska Sigmar (tv) í góðu yfirlæti með vini sínum Derick(th).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli