mánudagur, október 11, 2004

Á slóðum snillinga eða er fjárhagur menntaskólanna algjörlega í rúst ?

Núna í dag var ég að safna heimildum í ritgerð eina sem ég á að gera fyrir áfanga einn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Til þess verknaðar tók ég mig til og ljósritaði (löglega) upp úr þónokkrum bókum úr bókasafni Menntaskólans á Egilsstöðum. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema það á ljósritunarkortinu sem ég var með, var ritað nafn eins kunnugrar dagbókasmiðs hér um slóðir.

Það var enginn annar er Finnur Torfi Gunnarsson sem hafði merkt sér þetta merkilega ljósritunarkort endur fyrir löngu. Það má líta á þetta á tvenna vegu. Annars vegar tel ég mig vera á slóðum merkra manna með að handleika þvílíka forngrip en hins vegar má setja stórt spurningamerki við fjárhag Menntaskólans, að geta ekki endurnýjað svo lítin og einfaldan hlut. Ég held að ég kjósi fyrri kostinn, hann hljómar betur.


Finnur Torfi Gunnarsson var himinlifandi við þennan stórmerka fornleifafund í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Aðspurður sagðist þó hryggja fjárhag skólans, sem væri í "algjöru fokki" eins og hann orðaði það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli