föstudagur, október 15, 2004

Söluskálinn og pitsurnar

Í gær, héldum við vinnufélagarnir, Ásgrímur Ingi og ég, á vit ævintýranna í söluskála KHB á Egilsstöðum. Við skelltum okkur á hið vikulega pitsahlaðborð þar á bæ og létum til skarar skríða. Við mættum til átu um 18:20 og fórum ekki fyrr en um áttaleytið. Eftir þann tíma var söluskálinn sextán pitsasneiðum, tveim kokteilsósudollum, um 2 lítrum af gosi og smá frönskum fátækari. Fyrir þetta greiddum við einungis 2000 krónur, og teljum við okkur hafað náð upp í kostnað, þ.e. hráefniskostnað, sem var takmarkið. Að vísu var reynt að eitra fyrir okkur í millitíðinni með jalapenó pipar, en allt kom fyrir ekki, og þrátt fyrir að forsvarsmenn söluskálans hafi reynt að bregða fyrir okkur fæti þá héldum ótrauðir átunni áfram.


Fregnir herma að Khb sé búið að endurskoða afstöðu sína gagnvart pitsahlaðborðum, þar sem frést hefur að einstaka aðilar misnoti hlaðborðið alvarlega. Málið er í rannsókn hjá Heilbrigðiseftirliti austurlands.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli