fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Er málið að fara að brjóta einhverja glugga ?

Ég sit og horfi út um gluggan. Mér leiðist, þannig að ég glugga aðeins í Austurgluggan. Les grein um glugga.net. Glugga.nets greinin í Austurglugganum er leiðinleg, þannig að ég ræsi gluggakerfið í tölvunni minni. Ég glugga í gegnum síðurnar, hlusta á útvarpið í netvarfa gluggakerfissins, þar er Bubbi að syngja um stúlku sem starir út um gluggan. Ég horfi út um gluggan, hugsa um félaga minn, Gluggagægjir, ímynda mér að ég sé að horfa á hann í gegnum gluggan, horfa inn um annan glugga. Það er kominn ágúst, Gluggagægjir á ekki vera í huga mínum núna.

Það eru of margir gluggar opnir hjá mér. Það er hættulegt að hafa of marga glugga opna í einu, þá kemur bara upp ólögleg aðgerð í gluggum...


Ég held ég sé orðinn gluggaður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli