miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Stuð á Akureyri.

Núna um síðustu helgi (verslunarmannahelgi) þurfti lögreglan á Akureyri að hafa afskipti af mér. Ástæðan var lítilvægleg en ég var víst að kveikja eld á stað þar sem ég mátti ekki gera það, nánar tiltekið á miðju Ráðhústorgi. Lögreglan kom að eldinum slökkti í honum með því að stappa ofan á honum og avítti mig síðan og sagði, orðrétt; "Reyndu svo að þroskast". Ég tel mig hafa verið mjög þroskaðan með því að halda kjafti og segja ekki neitt og bíða með að kveikja eldin aftur þangað til að löggan var farin. Í raun var þetta athæfi mitt ekki mér að kenna, heldur greyið stráknum sem gleymdi úlpunni sinni á ráðhústorginu.


Hér má sjá lögregluna á Akureyri taka á vandamálum nýliðinnar helgi á Ráðhústorgi hins himneska friðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli