þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Suma daga ætti að Banna !

Í dag 10 ágúst á því herrans ári 2004 er bara alltof heitt ! 27° á Celsíus er bara of mikið. Þannig að ég vil gjarnan koma þeim tilmælum til veðurstofu íslands að hætta að koma með svona rosalegar hitabylgjur, 20-24° á celsíus er fínt, látum þar staðar numið. Fyrir þá sem sætta sig ekki við þessi tilmæli, þá bendi ég þeim á að hypja sig bara burt til Spánar.

Ég er jafnvel farinn að halda að Bjartmar Guðlaugsson hafi verið að fara með fleypur þegar hann söng um engisprettufaraldurinn, það er bara ekkert of kalt !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli