miðvikudagur, mars 23, 2005

Veikindi, dagur 10

Ja herna her. Eg held ad eg hafi aldrei verid svona veikur lengi adur, og thad er bara nokkud pirrandi. I gaer hostadi eg svona 12.000.000 sinnum og var stifladri en Karahnjukar i nefinu. Thad var ekki gaman ad borda, eg fann greinilega ad eg var med eitthvad upp i mer en gat engan veginn vitad hvernig thad var a bragdid. Eg at til daemis appelsinu sem var ekkert a bragdid... bara fersk, ekkert annad.

Thetta er ad lagast, eg fekk heljarins oskop af lyfjum sem eiga ad sla thessu ollu nidur thannig ad madur verdur ferskur fyrir Riga ferdina a morgun.

En mikid rosalega eru betlararnir leidinlegir her i Lettlandi. Eg var ad eta a vetingastadnum hja rutumidstodinni i godu yfirlaeti thegar thessi fulli roni kemur inn og spyr hvort eg vilji nu ekki gefa honum sma pening, 22 cent. Eg sagdi kurteisislega vid hann nei og helt afram ad eta. Tha settist hann nidur hja mer og byrjadi ad vaela i mer. "please 22 cent" Thetta var thad eina sem hann gat sagt a ensku vid mig. Enn og aftur sagdi eg nei og var ordinn nokkud pirradur. Hann helt afram ad betla og eg vard pirradri. Eg sagdi aftur nei, frekar hatt og pirringslega, en hann vildi ekki haetta.

Tha las eg yfir honum pistilinn a minu astkaera modurmali og sagdi nu vid hann ad eg vaeri ad eta, eg vildi ekki gefa honum pening, eg vaeri buinn ad segja nei, og hann gaeti bara hundskast i burtu og latid mig i fridi, fjandinn hafi thad !

Vitaskuld skildi hann ekki neitt og spurdi aftur "please 22 cent"

Hann for nu ad lokum og settist nidur annarsstadar. Eg klaradi ad eta og skildi samt slatta eftir a disknum (madur er frekar lystarlaus thessa dagana). Og thegar eg var ad labba ut, tha tok eg eftir thvi ad felaginn stod upp og fetadi sig haegt og rolega ad stadnum sem eg sat a og tyllti ser svo nidur thar... Thad var greinilegt ad her atti nu ekkert ad fara til spillis i kvold.


Thad var nu gott ad felaginn for nu ekki svangur heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli