föstudagur, janúar 20, 2006
Hvar er ritgerðin ?
Ég fékk skýringu á lágri einkunn í ensku frá kennaranum mínum í gær. Svo virðist sem ensku ritgerðin mín um bros Mónu Lísu hafi aldrei komið sér til skila en allavegana þá þóttist ensku kennarinn minn ekki kannast við að hafa fengið ritgerðina upp í hendurnar á sér, jafnvel þó svo að ég hafi skilað ritgerðinni.
En með sjarmerandi brosi og þokkafullri framkomu þá tókst mér að sannfæra kennarann um að taka við ritgerðinni og fara yfir hana og væntanlega gefa mér einkunn sem hefur áhrif á lokaeinkunnina mína í ensku.
Þannig að meðaleinkunnin mín kemur til með að hækka eitthvað lítillega með hækkandi sól, ekki amalegt það.
Leyndardómar Mónu halda áfram að birtast í hinum ótrúlegustu myndum enn þann dag í dag. Dan Brown hefur þegar sett í samband við Sigmar um þetta dularfulla atvik. Búast má við uppkasti af sögunni í Maí.
Ég fékk skýringu á lágri einkunn í ensku frá kennaranum mínum í gær. Svo virðist sem ensku ritgerðin mín um bros Mónu Lísu hafi aldrei komið sér til skila en allavegana þá þóttist ensku kennarinn minn ekki kannast við að hafa fengið ritgerðina upp í hendurnar á sér, jafnvel þó svo að ég hafi skilað ritgerðinni.
En með sjarmerandi brosi og þokkafullri framkomu þá tókst mér að sannfæra kennarann um að taka við ritgerðinni og fara yfir hana og væntanlega gefa mér einkunn sem hefur áhrif á lokaeinkunnina mína í ensku.
Þannig að meðaleinkunnin mín kemur til með að hækka eitthvað lítillega með hækkandi sól, ekki amalegt það.
Leyndardómar Mónu halda áfram að birtast í hinum ótrúlegustu myndum enn þann dag í dag. Dan Brown hefur þegar sett í samband við Sigmar um þetta dularfulla atvik. Búast má við uppkasti af sögunni í Maí.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli