þriðjudagur, janúar 17, 2006

Þreyttur eða breyttur ?

Alveg síðan ég vaknaði á nýársdag í jakkafötunum mínum einhversstaðar í Noregi þá hef ég verið þreyttur. Nú, rúmlega hálfum mánuði seinna þá er ég ennþá að geispa fram eftir degi og er að kljást við óstjórnanlega þreytu.

Svona til gamans þá hef ég ákveðið að setja saman lista yfir hugsanlegar ástæður fyrir þessari síþreytu minni sem ætti að geta varpað ljósi á þennan slappleika minn.

* Skammdegisþunglyndið hefur náð mér.

* Ég svef allt of illa eða of laust.

* Draumur minn um nornina um daginn heldur fyrir mér vöku á nóttunum.

* Næringarskortur á fyrstu dögum nýs árs vegna ömmuleysis.

* Sjokkið við að nýtt ár sé gengið í garð kom mér í opna skjöldu.

* Kvennmannsleysi er farið að hrjá mig.

* Ég vakna alltaf of snemma.

* Ég fer alltaf of seint að sofa.

Þetta eru allt góðir punktar um síþreytu mína en það er spurning hvort aðalástæðan sé ekki sú síðastnefnda í listanum, ég sjálfur hallast allavegana mest að því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli