miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Framburður

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær, sem er nú ekki frásögum færandi nema hvað að ég tók eftir einni auglýsingu fyrir Bónus Vídeó sem kom mér í vont skap. Þulurinn fór ad tala um að Martin Lawrence væri að leika skemmtilegan "hrokkagikk" í einhverri mynd sem var verið að auglýsa.

Ekki veit ég hvað hrokkagikkur er, en það var það sem maðurinn sagði. Er hann að tala um að Martin Lawrence myndi leika hrokkinn hærðan oflátung eða hvað ?

Eitt er víst að ég veit hvað hrokagikkur og það kemst sennilega nærri lagi um lýsingu á persónu Martins Lawrences í umræddri kvikmynd. Ég trúi því frekar að Martin sé að leika hrokafullan mann heldur en hrokkin hærðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli