mánudagur, apríl 03, 2006

Á internetinu er þetta helst

Var að finna frétt um mig á internetinu fyrir algjöra tilviljun. Mér leiddist pínu á næturvakt og hafði nákvæmlega ekkert að gera, þannig að ég sló inn nafnið mitt á google.com til að forvitnast um afdrep mín á internetinu. Mér til mikillar skemmtunar þá fann ég þessa frétt á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri. Ekki skemmdi það fyrir að yfirvaraskeggið fékk að njóta sín á internetinu, því mynd var látin fylgja með fréttinni.


Hér sést Sigmar ásamt Önnu Lúðvíksdóttur á góðri stund í kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli