sunnudagur, apríl 01, 2007

Fjölgun í fjölskyldunni

Þá er víst komið að því...

Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir sem ég færi þeim sem lesa þessa síðu en það er víst komið í ljós að við eigum von á litlu kríli á næstunni :-)

Aðdragandinn að þessu hefur verið nokkuð langur en þetta er orðið ljóst hjá okkur núna. Auðvitað getur maður ekki sagt annað nema að maður sé svolítið montinn, enda hefur manni farið að lengja í eitt kríli í þónokkurn tíma :-)

En allavegana, þá er þetta komið í ljós og við tvö erum alveg rígmontin ! Það er bara svo erfitt að koma orðum að þessu að það er alveg ólýsanlegt !!!


Elskan tekur sig vel út með litlu frænku sína, nú er bara að bíða eftir sínu eintaki

Engin ummæli:

Skrifa ummæli