mánudagur, apríl 02, 2007

Apríl byrjar vel

Mig langar að biðja lesendur að athuga sérstaklega vel dagsetninguna á færlsunni sem var skráð hérna á undan þessari, sérstaklega ef fólk vill ekki hlaupa þann fyrsta apríl.

Annars var frekar leiðinlegt að geta ekki séð viðbrögð fólks í gegnum athugasemdadálk. Siggi Sindri óskaði mér sérstaklega til hamingju með gabbið og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir það.

En til að forðast allan misskilning, þá er Eva vel frísk (ekki ófrísk). Hún er meira að segja það frísk að ég er byrjaður að hafa áhyggjur af litlu "körlunum" mínum.


Eva er að vanda frísk, eins og sést hér á þessari mynd. Eva er svo frísk að hún er í engum vandræðum með að torga einni langloku frá Mati og mörk með gulum miða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli