föstudagur, apríl 20, 2007

Gleðilegt sumar

Við Eva klikkuðum ekki á því að halda upp á sumardaginn fyrsta með því að þræða milli húsa í leit af kaffisopa.

Við enduðum í pönnsukaffi heima hjá ömmu, ásamt Binna og fjölskyldu. Ég verð bara segja að ömmu pönnsurnar eru alveg rosalega góðar, svo lengi sem maður nær að halda hemil á þeirri gömlu með sykurkarið.

En allavegana, til hamingju með sumarið, það var kominn tími á það, jafnvel þó svo að hitinn nái ekki tveggja stafa tölu í plús og það skuli snjóa úti í augnablikinu.


Það er ekki annað að sjá að þessar tvær ungu dömur séu komnar í sumarskap. Það er ekki seinna vænna þar sem sumardagurinn fyrsti var í gær.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli