miðvikudagur, apríl 10, 2013

Neitun

Fékk neikvætt svar frá atvinnuumsókn í dag. Ég var hóflega bjartsýnn um að fá að komast í viðtal, hvað þá að fá stöðuna. Kom mér samt á óvart hvað það var leiðinlegt að fá neitun. Hefði ekki haldið að þetta ætti að hafa svona mikil áhrif á mann en það gerði það samt. Merkilegt nokk.

Varð ekki bjartsýnn með aðrar atvinnuumsóknir sem ég hef sent út, en það er kannski bara hugarfarið í dag, lagast sennilega á morgun. Ég finn mér vinnu, bara spurning hversu skemmtileg hún verður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli