laugardagur, mars 29, 2003
Fjórir dagar, það gerist vart betra en það.
Það var föstudagsfjör í gær.
Að vanda var föstudagur Bóndans stútfullur af stuði og skemmtun. Eftir vinnu var elduð sannkölluð "gourmet" máltið sem samanstóð af Ora fiskbúðing og Ora bökuðum baunum. Þetta er samsetning sem getur bara ekki klikkað, enda gerði hún það ekki. Eftir "vel" útlátna máltið var imbinn tekinn fyrir í svona hálftíma, þá var staðið upp og farið með bílinn í viðgerð, á ótilgreindum stað. Það er nefninlega góður maður sem ætlar að hjálpa mér að hjúkra að greyið bílnum mínum svo ég þurfi ekki að fara með hann verkstæði. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er bíllin minn nefninlega Mustang, eða kannski er betra að segja freðmýra Mustang. Eftir það allt saman var haldið í Faxatröðina á nýjan leik, nema ekki í kjallarann minn, heldur í Partý búlluna hans Gazza . Þar voru samankomnir starfsmenn flugfélags íslands á Egilsstöðum til að spila partý spilið. Það gekk alveg ágætlega, þrátt fyrir að öldungaliðið hafi svindlað gríðarlega með einhverskonar handabendingum og dulmáli, sem einungis menn á fertugsaldri eða ofar skilja, þannig að ég og Davíð félagi minn gripum til örþrifaráða til að sporna við þessari þróun. Þannig að við fórum að beita sömu aðferðum, handabendingar og dulmál, nema hvað að við beittum líkamlegri snertingu líka. Upp kom spurning sem var eitthvað á svo hljóðandi "eftir hvað mörg stig gefst uppgjafarétturinn til mótherjans í borðtennis" Davíð vissi svarið (enda var það fyrir framan hann) en ég ekki. Davíð tók vel eftir að ég hafði ekki hugmynd um það, þannig að hann læddi fót sínum að læri mínu og snerti mig lauflétt fimmi sinnum, sem var rétta svarið. Enginn tók eftir neinu en menn voru mjög undrandi á skyndilegri vitrun minni, en gátu ekkert sannað. En það dugði víst ekki til, þar sem þeir gömlu svinduðu mun meira en við og hirtu þar af leiðandi sigurinn af okkur. Mjög svekkjandi en þetta var samt skemmtileg og ódrengileg keppni, vonandi halda leikar áfram síðar svo við "strákarnir" getum tekið gömlu kallana í bakaríið.
Það var föstudagsfjör í gær.
Að vanda var föstudagur Bóndans stútfullur af stuði og skemmtun. Eftir vinnu var elduð sannkölluð "gourmet" máltið sem samanstóð af Ora fiskbúðing og Ora bökuðum baunum. Þetta er samsetning sem getur bara ekki klikkað, enda gerði hún það ekki. Eftir "vel" útlátna máltið var imbinn tekinn fyrir í svona hálftíma, þá var staðið upp og farið með bílinn í viðgerð, á ótilgreindum stað. Það er nefninlega góður maður sem ætlar að hjálpa mér að hjúkra að greyið bílnum mínum svo ég þurfi ekki að fara með hann verkstæði. Svona fyrir þá sem ekki vita þá er bíllin minn nefninlega Mustang, eða kannski er betra að segja freðmýra Mustang. Eftir það allt saman var haldið í Faxatröðina á nýjan leik, nema ekki í kjallarann minn, heldur í Partý búlluna hans Gazza . Þar voru samankomnir starfsmenn flugfélags íslands á Egilsstöðum til að spila partý spilið. Það gekk alveg ágætlega, þrátt fyrir að öldungaliðið hafi svindlað gríðarlega með einhverskonar handabendingum og dulmáli, sem einungis menn á fertugsaldri eða ofar skilja, þannig að ég og Davíð félagi minn gripum til örþrifaráða til að sporna við þessari þróun. Þannig að við fórum að beita sömu aðferðum, handabendingar og dulmál, nema hvað að við beittum líkamlegri snertingu líka. Upp kom spurning sem var eitthvað á svo hljóðandi "eftir hvað mörg stig gefst uppgjafarétturinn til mótherjans í borðtennis" Davíð vissi svarið (enda var það fyrir framan hann) en ég ekki. Davíð tók vel eftir að ég hafði ekki hugmynd um það, þannig að hann læddi fót sínum að læri mínu og snerti mig lauflétt fimmi sinnum, sem var rétta svarið. Enginn tók eftir neinu en menn voru mjög undrandi á skyndilegri vitrun minni, en gátu ekkert sannað. En það dugði víst ekki til, þar sem þeir gömlu svinduðu mun meira en við og hirtu þar af leiðandi sigurinn af okkur. Mjög svekkjandi en þetta var samt skemmtileg og ódrengileg keppni, vonandi halda leikar áfram síðar svo við "strákarnir" getum tekið gömlu kallana í bakaríið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli