fimmtudagur, mars 27, 2003
Tveir dagar í röð á blogginu ! þetta er náttúrulega gríðarleg harka af manni að standa í þessu öllu saman, ég meina, ég er að setja met !!! Takið eftir því MET ! En nóg um minn gríðarlega dugnað í hinum stafræna heimi. Það ku nú víst vera menningarferð á næsta leyti á vegum Menntaskólans á Egilsstöðum, eða frekar á vegum nemendafélagsins. Höfuðstaður norðurlands varð fyrir valinu þetta skiptið (Akureyris), en ég veit ekki hvort ég geti lagt land undir fót, þarf að laga Löduna mína, en ég nenni því ekki og langar miklu meira að fara norður og hitta mömmu og litlu frænku. Það er spurning hvað verður fyrir valinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli