föstudagur, mars 28, 2003

Heilir þrír dagar í röð gott fólk ! þrír dagar.

Ég upplifði merkilegan dag í gær. Dagurinn einkenndist þó aðallega af sakamáli sem spratt upp kollinum á milli 18:40 - 19:00 í gær. Það vildi nefninlega svo merkilega til að handtösku starfsfélaga míns var hnuplað í gær, beint fyrir framan nefið á okkur ef svo mætti segja. Atvikið sem átti sér stað á vinnustað mínun, Ríkisútvarpinu á Austurlandi, koma alveg flatt upp á okkur, enda vorum við ekki í nema svona 8 - 10 metra fjarlægð frá handtöskunni miklu (að vísu var hún í hvarfi frá okkur). Þetta atvikaðist þannig að starfsfélagi minn var búinn að gera allt klárt fyrir heimferð, ganga frá skrifstofunni sinni, taka saman persónulegar eigur osfv. Félagi þessi lagði svo handtöskuna títtnefndu upp á borðið hjá andyrinu og leit við inn í útsendingu, fylgdist með í röskar 20 mínótur eða svo. Að útsendingu lokinni var slegið létt á lær og hópurinn var tilbúinn til brottfarar, en það var eitthvað sem vantaði.... TASKAN. Á þessum 20 mínótun hafði óprúttinn aðili læðst inn í útvarp, (þurfti meira að sega að opna dyr til þess) seilst í töskuna og numið hana á brott. Um leið og allt þetta uppgvötaðist, var farið að leita af vitnum, hringt í lögreglu og vettvangur einangraður. Eftir um 2 tíma rannsóknarvinnu og vettvangskannanir var haft upp á kauða, menn sleppa ekki svo auðveldlega frá starfsfólki RUV. Taskan góða var heimt úr helju og óprúttna aðilanum var komið hendur laganna varða. Eins og sést þá borga glæpir sig ekki og menn ættu að skammast sín á því einu saman að hugsa um að fremja svona ódæðisverk ! En hið góða sigrar ávallt að lokum á meðan hinir ópruttnu sauðir sitja í súpunni.

Glæpir borga sig ekki !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli