miðvikudagur, apríl 16, 2003

Útvarp samfés...

Ég held nú bara að ég sé orðinn frægur. Leið mín upp að stjörnuhimninum er greið, fræga og fína fólkið bíður mín, meira að segja með ákafa. Ég er bara kominn á sama plan og Óli Palli, allir vita hver ég er osfv. Að vísu er aðal aðdáðendahópurinn allur á félagsmiðstöðva aldri, en það er nú samt eitthvað. Svona er að vera kominn með ítök í fjölmiðlaheiminn, áður en maður veit af þá er maður farinn að árita boli í kleinunni og koma fram á almennum uppákomun sem Austur Hérað stendur fyrir. Þetta er ekki auðvelt líf en maður þraukar í gegnum það, fyrst að maður sé orðinn fyrirmynd í samfélaginu. Þannig að gefnu tilefni þá vil ég benda fólki á að senda tölvupóst á landmandinn@hotmail.com ef það vill fá eiginhandaráritun. Eftir að formleg beiðni berst þá skal ég sjá til hvað ég get gert. Auðvitað reyni ég að halda sambandi við alla mína aðdáðendur, þó það sé erfitt. Bið að heilsa og munið Ekki reykja, því það er ógeðslegt !

...á Rás 2

Engin ummæli:

Skrifa ummæli