laugardagur, apríl 19, 2003

Enn...

Jæja, einn dagur í frí frá Blogginu, það þýðir víst ekkert annað. Það hefur margt á dagana drifið skal ég segja ykkur. Mér hefur tekist að verða fullur, eldað kjúkling, borðað pítsu, spilað fótbolta og farið í náttúruferð. Það er svei mér hvað er mikið um að vera hjá manni þessa dagana. En víkjum okkur að allt öðru. Ég vissi að að biðin myndi borga sig, enda er allt að gerst hjá mér núna. Fólk hefur bara komið og hrósað mér fyrir útvarpsþáttinn sem ég var með á dögunum. Ég er virkilega að spá í að stofna heimasíðu um þáttinn, svo að aðgengið fyrir aðdáðendahóp minn verði auðveldari.

Ætti maður að fara á fyllerí í kvöld ? ég nú einu sinni þunnur... Spái í því seinna, en allt þetta og meira til eftir mat hjá Erlendi Steinþórssyni og fjölskyldu.

...og aftur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli