föstudagur, maí 02, 2003

Ég er engin helvítis Vanilla !

Fyrir þá sem hafa tekið eftir þá hefur verið í þónokkurn tíma mynd af vanillu á bloggsíðunni minni síðustu daga með titlinum "ég er vanilla" Þetta var eitthvað persónuleikapróf sem ég tók á netinu sem úrskurðaði mig Vanillu. Mér hefur snúist hugur og lýst því yfir að ég sé enginn helvítis Vanilla. Þetta var heimskulegt próf og sennilegra ennþá heimskulegra af mér að setja niðurstöðunnar á netið, það var gert í einhverju hugsunarleysi, ég féll í einhverskonar ástand sem fékk mig til að finnast að þetta væri eitthvað flott. En það er það ekki, enda hefur þetta plagað mig lengi vel og tók ég því þá þessa afdrifaríku ákvörðun að reyna bjarga andliti með því að fjarlægja þennan sora sem var viðloðandi síðuna. Ég lofa lesendum að ég muni vera mun betur vakandi fyrir rugli sem þessu í framtíðinni og einungis láta út gæða efni, beint frá sjálfum mér. Takk fyrir

Vanilla Fucking Sucks !

Engin ummæli:

Skrifa ummæli