sunnudagur, apríl 27, 2003

Vesen...

Svo virðist sem að önnur hver dagbókarfærsla sé skrifuð í þynnku, sem þýðir bara væntanlega að ég sé alltaf fullur. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað gott, en það hlýtur nú að vera afrek fyrir sig. Allavega þá er þetta ekki búinn að vera fínn þynnkudagur, það er búið að vera vesen. Ég þoli ekki vesen á þynnkudögum, þynnkuna skal halda heilaga, eins og stendur í bók Jakobs. Alltaf vesen og þetta var einu sinni ekkert spes fyllerí, að vísu var komið víða við en það er bara ekki nóg. Þannig að fylleríið endaði eins og venjulega, drakk mikið, varð fullur og fór heim. Ekkert spes, bara vesen daginn eftir. Takk fyrir mig og ég vona að ég verði ekki þunnur á morgun líka.

Þetta blogg var í boði Flugfélags Íslands.

...alltaf vesen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli