mánudagur, júní 16, 2003

Byrjaður...

Æj æj, það hefur nú eitthvað hægst um þetta blogg mitt núna upp á síðkastið, þrátt fyrir stór orð í byrjun. En það þýðir víst ekkert að væla um það, heldur halda áfram ótrauður í gegnum þessa miklu erfiðleika sem eru að hrjá mig ! Annars er allt gott að frétta, maður er nýkominn frá útlöndum, nánar tiltekið Spáni, eða Costa Del Sol eða Torremolinos. Það var svo sem alveg ágætt, kom að vísu mjög slappur heim, ekki veit ég afhverju... Það var margt sniðugt brallað þarna úti enda ekkert annað gera og kom þar bjórinn oft við sögu, þannig að lirfin mín litla fékk helvíti slæma útreið... úff ! Ekki gott. En núna er maður byrjaður að vinna og allt er í gúddí (góðu) og önnur utanlandsferð er í sjónmáli, ferð til Danaveldis, nánar tiltekið til Hróarskeldu. Það er alltaf nóg að gera, fullt að gera og allt að gerast... eða eitthvað svoleiðis, held ég. Nóg um það allt saman og hitt líka, ég er farinn að vinna, Flugfélag íslands Rúles !

mæli með þessari síðu :)

...aftur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli