fimmtudagur, júní 19, 2003

alltaf nóg...

Fór norður í dag, keyrði austur, var að vinna, tók pásu kl fimm og fór að vinna, eftir það fór ég að vinna og svo er ég að fara að spila æfingaleik á eftir.

Þetta er búinn að ver fínn dagur. Til að fá nánari útskýringar á þessu þá var ég að vinna hjá Flugfélagi íslands í morgun og í dag, en var sendur norður með flugi til þess að ná í bílaleigubíl. Því miður þurfti það að vera Suzuki Jimny en það var svo sem ekki það slæmt. Eftir það, um fimm leytið, Hætti ég að vinna hjá flugfélaginu og fór að vinna hjá Rúv, Og þegar ég var búinn þar þá fór ég að vinna aftur hjá Flugfélaginu. Þetta er nefninlega mjög skemmtilegt. En það er föstudagur á morgun, það verður góður dagur. Ekkert Flugfélagsbras, heldur bara Rúv vesen. Það gerist ekki betra en það. Og hana Nú !

...að gera svo sem.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli