föstudagur, janúar 23, 2004

32-29

Kvöldið í kvöld byrjar ekki vel... Ísland tapaði með þriggja marka mun á móti Ungverjum, sem þýðir að Ungverjar eru komnir á svarta listann minn. Fyrirhugað stríð mun væntanlega hefjast snemma í vor og mun ég, ásamt bandamönnum mínum, stefna markvisst að því að sölsa undir okkur ungversku þjóðina og leysa upp handknattleikssambandið þar í landi.

Annars birtit ágætlega yfir hjá mér í kvöld. Eins og áður segir þá er Bóndadagur í dag og hefur Eva Beekman (Eva Lækur) sú mæta kona, ákveðið að elda handa mér kvöldmat. Á matseðlinum í kvöld er lagbaka (lagsagna) og hefur hún lagt hjarta sitt og sál í réttinn. Við gleðjumst ákaflega yfir því.

Látum svo hendur standa fram úr ermum !!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli